Færsluflokkur: Dægurmál

Dagurinn í dag

Sagt er að þú getir valið að láta þér líða vel með því annað hvort að "gera ekkert sem þú sérð eftir" eða "sjá ekki eftir neinu sem þú gerir" Ég vel seinni kostinn því hann er meira lifandi og uppbyggilegur. Það hafa verið þættir í sjónvarpinu um allskyns veikindi,hamfarir,stríð, hungursneiðar og margt fleira. Hvað er að okkur jarðarbúum. Við lifum í x mörg ár og deyjum svo, hvort sem okkur líkar það vel eða ekki eins vel. Hvaða máli skiptir það þá hvort nágranni fær leyfi til að byggja húsið 60 cm. hærra en mitt hús. Eða hvort íbúar í íbúðum aldraða fái að ráða litnum á gardínunum! Mæli með skinsemi á öllum sviðum, málið er nefnilega það að flestum finnst hinir eigi að gera eitthvað, ekki ég. Jarðarbúum fjölgar sem aldrei fyrr, hver á að passa sig og eignast færri börn? jú, útlendingar! Hvað útlendingur sem er, bara ekki við sko! Held að það þíði lítið að setja lög um svona hluti, þurfum bara sjálf, hvert og eitt að ákveða hvernig framtíð við viljum. Gætum t.d. ákveðið hvert og eitt að kaupa eitthvað sem er vistvænt og sjálfbært, en aldrei sjálfhverft og óvistvænt. Tökum tryggingafélög, banka, prentsmiðjur, bíla, helíumblöðrur, dekk á bíla. Pælum í hverju og einu, hvaðan fá þeir rafmagn, hvað gera þeir við hagnað, vinna þeir að uppbyggingu eða hugsa bara um eigin arð. Veit um pappírsframleiðanda sem notar allt grænt og þeir framleiða rafmagn sem þeir nota með vindhverflum. Við sem notendur vöru og þjónustu ráðum. Hver og einn geri það sem hann/hún telur rétt og sanngjarnt, reynum ekki sífelt að drottna yfir öðrum, næsti maður hefur nákvæmlega sama rétt á lífinu og þú sjálfur

Stjórnarskráinn mín!

Hvaða bull er þetta í manninum, hann á ekki stjórnarskránna einn. Alveg rétt!! Við eigum hanna öll en hún á að virka fyrir hvern og einn. Mér virðist sem stjórnlaganefndin bjóði fram stjórnarskrá sem verður bitbein dómsstóla um ókomna framtíð. Dæmi,

Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna.

Ok. Hver á að meta þetta. Misvitrir stjórnmálamenn, eða forsetinn? nú, eða lögreglustjórinn á Akureyri? Hver á að sjá um að tryggja líf með reisn? VÍS eða Sjóvá. Hvað bull er þetta. Stjórnarskráin eru ekki lög heldur undirstaða laga. Annað; 113. gr. Stjórnarskrárbreytingar

Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.

Hafi 5/6 hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.

 Verð sár inni í mér að hafa ekki komist sem fulltrúi í stjórnlagaþingið á sínum tíma, var bara ekki þekkt andlit. Þar að auki var þingið ólöglegt svo það breytir víst engu. Hefði aldrei unnið við undirstöðu þjóðfélagsins,stjórnarskránna, jafn ólöglega og raun varð á.  Þessi grein er ekkert annað en valdarán, tek fram að ég er ekki löglærður, sé þó hér að með því að samþykkja þetta er ekkert mál fyrir þingið að gera nákvæmlega það sem þeim sýnist. Hugsa með hryllingi til þess ef þinginu nær að koma okkur í ESB,illu heilli, geta þeir bara afhent völdin til þingsins til Brussel. En, auðvitað er hin hliðin á þessu sem er, Alþingishúsið væri flott safnahús um tapað lýðræði, stundum get ég verið svo skammsýnn!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband