Færsluflokkur: Umhverfismál

Umræðan

Miklu púðri hefur verið eitt í vegspotta í Garðabæ. Vegagerðin gerð að blórabögli fyrir eitthvað sem bæjarstjórn ber ábyrgð á, til að bæta gráu ofan á svart eru vélar verktakans skemmd. Nú hef ég hvorki aðstöðu né heimilisfesti þarna, en ef menn hafa ekki lögsögu í máli, er þá ekki rétt að láta gott heita? Þeir sem búa í þessu sveitarfélagi láta bara skoðun í ljós í næstu kosningum! Skil reyndar ekki hvernig svo margir geta verið í fríi frá vinnu viku eftir viku til að stunda mótmæli. Var sagt að "mótmæla" vinna gæfi vel af sér, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti. Áhugamenn um landsleiki fara mikinn, með réttu sýnist manni, allir miðar búnir þegar venjulegt fólk vaknar og byrjar venjulegan dag. Þekki tvær dömur,7 og 11 sem fóru með pabba sýnum á alvöru leik. Þær fullyrða að það væri miklu skemmtilegra en að horfa á sjónvarp. Með svona leikfléttu, að selja kl 4 á nóttu, komast þessir krakkar ekki einu sinni í röðina, hvað þá meira! Er með tillögu til úrbóta, allir sem hafa fengið frí(boðs)miða komi með skrifleg rök fyrir því að þeir fái frímiða áfram. Kannski hafa nokkrir rök fyrir sínu máli, en ekki margir, ekki 4700! Það telst ekki rök að fyrirtæki styrki deild eða landslið, nema styrkurinn sé kaup á x mörgum miðum, þá vita menn það bara. Tengdadóttir mín bendir á að allt upphlaupið vegna leiksins hafi verið sem brunaboði á meðan ekkert heyrist um hvenær á að stöðva uppboð á heimilum fólks og börn eru rekin út í kuldann, fjölmiðlar jafnvel farnir að afsaka þetta með að jú, fólk tók nú allt og mikið að láni fyrir hrun, bara þeim að kenna. Er ekki kominn tími til að taka ákvörðun um framtíðina, það verða fleiri landsleikir við getum bara haldið utan um börnin þegar þau eru börn! Notum þennan dulda kraft til góðra verka, ýtum við kjörnum fulltrúum og látum þá vinna vinnuna sína. Góður vinur minn kom með hugmynd um rekstur spítala "http://www.visir.is/landspitalinn-getur-fengid-milljarda---ef-thjodin-vill/article/2013710299991" Líst vel á þetta en óttast að þetta fái ekki brautargengi. Marga ástæður fyrir því, flestum finnst  nóg um þá skatta sem þeir borga nú þegar. Eftir nokkur ár verðu þróunin sú að þeir sem geta, kaupa sér bara tryggingu fyrir spítalavist, hinir missa bara ævisparnaðinn ef þeir þurfa læknisþjónustu, minnir óþægilega á ameríska kerfið, ekki satt?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband