Kjarafrekja

Veit ekki hvort menn skilja samhengi hlutana en ef einhver hópur tekur 60 kr. af 100 mögulegum eru bara 40 eftir. Þetta skilja flestir vonandi. Um síðustu áramót samþykktu stórir hópar launamanna 3,8% hækkun launa í trausti þess að það væri skynsamlegt og allir sem áttu ósamið færu sömu leið. En hvað gerðist? Jú, hópar eins og kennarar, sem sannanlega þurftu að fá leiðrétting sinna kjara, vildu hana strax. 27% og engar refjar. Það sem gerðist var að minnsta kosti tvennt. Það hækkuðu skattar á þá sem höfðu samið um rúm 3% og setti línu fyrir aðra hópa að þvinga fram meira en almennt var samið um. Núna eru læknar í skærum og háskóla lið að ráða ráðum sínum. Gott og vel en, þegar hinn almenni launþegi setur fram sínar kröfur í þessum sama dúr,25%, ja þá er eins og það sé alveg sérstök frekja. Þjóðfélagið ræður ekki við svona vitleysu. Hverslags tvískilningur er þetta eiginlega. Allir eru löngu búnir að gleyma að kaupmáttur byggist á verðmætaaukningu, ekki hótunum um vinnustöðvun. Og þá erum við komin að kjarna málssins. Ef 20% fá 60% af kökunni er hætt við vandræðum! Hin hliðin á bættum eða verri kjörum er hlutir eins og skattar. Ég get ekki betur séð en að "kerfið" sé orðið það stórt að við höfum ekki efni á að veita þjónustuna sem kerfið á að veita.Skattarnir eiga að tryggja okkur fyrir skakkaföllum eins og veikindum. Ef við verðum veik og þurfum að nota kerfið kostar það okkur stórpening. Þetta er bara aukaskattur og ekkert annað. Annað dæmi. Nú á að fella niður vörugjöld,í þessum kerfislið eru fjöldi manns sem gera fátt annað en reikna vörugjöld eftir reglum sem engin skilur. Allt í einu er þetta annars ágæta fólk verkefnalaust. Auðvitað á að nota tækifærið og minka kerfið þarna, er þó nokkuð viss um að það fær vinnu annarstaðar í kerfinu. Það er lögmál að halda kerfinu við og stækka ef hægt er!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband