Forsetaembættið til sölu?

Gott fólk. Við erum um það bil að velja forseta til næstu fjögura ára. Við erum líka að afnema höftunum!! Þeir sem fylgjast með pólitík í Ameríku vita að sá vinnur sem hefur úr mestu að moða, er sem sagt ríkur eða hefur aðgang að fé, nú eða mikin aðgang að fjölmiðlum. Sá sem hefur aðgan að þessum atriðum báðum hlítur að ná langt að minsta kosti. Ég spyr mig þessarar spurningar, er samband á milli þess að einn frambjóðandi dúkkar upp eftir að fjölmiðlar hafa hampað honum í marga mánuði á undan framboði og getur haft fjölda manns í launaðri vinnu í marga mánuði?? Aðrir verða að treysta að mestu á sjálfboðaliða. Getur verið að samband sé á milli þeirra sem eiga fé (hér og þar í skattaskjólum og vogunarsjóðum) og eins frambjóðandans? Væri nú ekki amalegt að hafa forseta í vasanum ef mikið liggur við og allir vilja kjósa um eithvert mál en þeir vilja það ekki. Kanski er þessi ótti minn ástæðulaus, en eitthvað er skrýtið við framboð sem byrjar á 60-70% atkvæða. Eru þessir sömu fjölmiðlar ekki að gera könnun? Hver reiknar stigin. Skoðanakönnun er skoðunarmynndandi. Menn segja að forseti hafi engin völd, Ólafur Ragnar veit betur og nýtti sín völd eins og alþjóð veit. Dæmi um vinavæðingu forsetans úr hans tíð eru fjölmiðlalögin. Þar var hann að gera góðum vinum greiða ,Jóni og Ingib. Útkoman er þessi dæmalausa saga 365 veldissins og annara fyrirtækja undir sömu eigendum, sem hefur ekkert breyst þrátt fyrir hrunið hjá okkur hinum! Mín spurning er þessi, ef ég á nokkur þúsund miljónir, væri það ekki sterkur leikur að kaupa eitt forsetaembætti fyrir 100 miljónir og geta seinna komið í veg fyrir að ég þyrfti að borga 2000miljónir (tvö þúsund miljónir)í skatt. Góð fjáfesting þar. Við erum að velja til næstu fjögura ára. Hver af þessu frambjóðendum kæmist að niðurstöðu vegna reynslu og hver fengi ráð hjá ??.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband