Færsluflokkur: Kjaramál

Eru kjaramál lífshættuleg?

Þá stendur hnífurin í kafi. Allir vilja allt og engin vill gefa eftir. Þegar upp er staðið verður sviðið allt "moldarsvað". Ljótur blettur sem engin vill taka ábyrgð á. Hvernig væri að einhver með smá dug komi með raunhæfa tillögu til launafólks. Tillögu sem þarf ekki endilega að vera eins fyrir alla en kosta það sama. Dæmi. Við bjóðu samning til þriggja ára með 4% hækkun árlega eða samtals 12%. Hvert félag ræður svo hvernig þeir aðlaga sína samninga þessum tölum. Ríkið gæti svo komið með útspil til að negla þetta. Nú eða tillöguna hanns Magga P, 350þúsun skattfrjálst,1/2% lækkun vaxta og 7% hækkun launa. Ekki ótrúlegt að þetta gæti gengið og í anda hugsunar um lága verðbólgu. Þó verkföll séu byrjuð vill engin fara í þau, Þetta á auðvitað bara að vera nauðvörn. Talandi um nauðvörn þá er ég ekki að skilja hvernig fólk með sjúkdóma sem getur kostað það lífið fái ekki sjálfsagða þjónustu vegna verkfalla. Það segir sig sjálft að ríkið er ekki að ganga á undan í gerð samninga við sitt fólk á undan frjálsu samningunum, samningum hjá fólki sem vinnur ekki hjá hinu upinbera. Það er hjákátlegt að láta sér detta það í hug, enda er það hin frjálsu markaður sem borgar laun hinna opinberu stétta. Nú er ég ekki á móti kjarabaráttu starfsmanna ríkissins (okkar) en skynsemi verur að ráða för. Getum ekki sett veika og lasburða sem skjöld fyrir suma hópa. Annars er það umhugsunnarefni að þrátt fyrir lækkun aðfluttningsgjalda virðist verð allment ekkert lækka. Getur verið að það hafi aldrei verið meininginn og þetta bara sniðið að versluninni? Það ætti þá ekki að vera neitt mál að borga betri laun. Auðvitað er samhengi í þessu, betri laun, meira verslað, sem ætti að lækka verð og allir fá meira fyrir sinn snúð!cool


Kjarafrekja

Veit ekki hvort menn skilja samhengi hlutana en ef einhver hópur tekur 60 kr. af 100 mögulegum eru bara 40 eftir. Þetta skilja flestir vonandi. Um síðustu áramót samþykktu stórir hópar launamanna 3,8% hækkun launa í trausti þess að það væri skynsamlegt og allir sem áttu ósamið færu sömu leið. En hvað gerðist? Jú, hópar eins og kennarar, sem sannanlega þurftu að fá leiðrétting sinna kjara, vildu hana strax. 27% og engar refjar. Það sem gerðist var að minnsta kosti tvennt. Það hækkuðu skattar á þá sem höfðu samið um rúm 3% og setti línu fyrir aðra hópa að þvinga fram meira en almennt var samið um. Núna eru læknar í skærum og háskóla lið að ráða ráðum sínum. Gott og vel en, þegar hinn almenni launþegi setur fram sínar kröfur í þessum sama dúr,25%, ja þá er eins og það sé alveg sérstök frekja. Þjóðfélagið ræður ekki við svona vitleysu. Hverslags tvískilningur er þetta eiginlega. Allir eru löngu búnir að gleyma að kaupmáttur byggist á verðmætaaukningu, ekki hótunum um vinnustöðvun. Og þá erum við komin að kjarna málssins. Ef 20% fá 60% af kökunni er hætt við vandræðum! Hin hliðin á bættum eða verri kjörum er hlutir eins og skattar. Ég get ekki betur séð en að "kerfið" sé orðið það stórt að við höfum ekki efni á að veita þjónustuna sem kerfið á að veita.Skattarnir eiga að tryggja okkur fyrir skakkaföllum eins og veikindum. Ef við verðum veik og þurfum að nota kerfið kostar það okkur stórpening. Þetta er bara aukaskattur og ekkert annað. Annað dæmi. Nú á að fella niður vörugjöld,í þessum kerfislið eru fjöldi manns sem gera fátt annað en reikna vörugjöld eftir reglum sem engin skilur. Allt í einu er þetta annars ágæta fólk verkefnalaust. Auðvitað á að nota tækifærið og minka kerfið þarna, er þó nokkuð viss um að það fær vinnu annarstaðar í kerfinu. Það er lögmál að halda kerfinu við og stækka ef hægt er!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband