Hvað er með skattana, vaxa þeir á trjánum?

Oft furðað mig á þessu hugtaki,"vinstri" Þetta er ekki annað en stefna sem skilur alls ekki hvernig verðmæti verða til. Hef áður upplifað vinstri stjórn á minni vinnuæfi. Það er alltaf eins,sama munstrið. Atriði númer eitt,skattar eru of lágir,hækkum skatta og útdeilum svo fénu til sumra. Svo segja þeir,við vorum að jafna kjörin, nú hafa það allir jafn skítt,ja,nema okkar fólk auðvitað, en það er nú búið að halda þeim svo lengi frá kjötkötlunum! Sanngjarnt að okkar fólk sé mun jafnara en aðrir. Það sem er nú það grátlega í þessu er að mjög margir sjá þetta bara ekki, þeir sem sjá þetta og geta snúið við blaðinu, gera það ekki vegna eigin hagsmuna. Engu líkara en það sé engin yfirsýn yfir málefni lands og þjóðar. Ráðnir embættismenn gefa jafnvel ráðamönnum langt nef. Ofan á þetta bætist svo allskyns skranbíti milli flokka eins og EU,varnarmálaskrifstofa og fl. Tökum annað sorglegt dæmi. Hátæknisjúkrahúsið, símapeningarnir áttu að fara í það að hluta, vegna hrunsins eru þeir peningar ekki lengur til staðar, væri þá ekki gott mál að fresta þessari byggingu, nota allt tiltækt fé í annað meira aðkallandi, enda getum við varla rekið það sem er þó starfandi. Nei takk, hvaða vitleysa er þetta í þér guðmundur, búið að ráða fólk sem vinnur við þetta verkefni á fínum launum. En svona í alvöru talað, það eru fengnir arkitektar til að breyta öllu og koma með nýja sýn, "Arkitektar frá Danmörk" hafa þetta almennilegt! Þegar menn fóru að rína í gömlu teikninguna var hún bara of dýr. Einhverju snillingi datt í hug að taka bara bílakjallarann í burtu, það sparað fullt. Svo var þessu breytt, þá sagði einhver, en bílarnir, hvar eiga þeir að vera, Úpps, vandræði. Manni liggur við gráti yfir vitleysunni.  Hefur engum dottið í hug að hátæknisjúkrahús eru víða um heiminn.Teikningar af þeim hátæknisjúkrahúsum eru komnar með reynslu, þyrfti bara að staðfæra þær, fengju þær á sportprís. En, nei, við þurfum sífalt að finna upp hjólið, aftur og aftur. Umfram allt verðum við að hugsa heilstætt. Ekki endilega það að við eru 300 þús. heldur höfum við x tekjur sem er til skipta, þ.e.þjóðarkakan. hvernig viljum við nota hana. Vinstra bullið vill bara alla kökuna. ég segi, notum kökuna til að búa til það stóra köku, að allir geti fengið bita. En þá verður v.bullið að dragi sig til hliðar, út fyrir hliðarlínu og láta aðra spila leikinn. Efast þó stórlega að það gerist, enda, hvað þurfa þeir að hlusta á þjóðina, þjóðin kaus þau, var það ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband