Fjölskyldan er besta eign hvers manns, og vinirnir líka!

Það hafa verið skrifaðar margar bækur um fjölskyldur og hvernig við verndum hana út yfir gröf og dauða. Það er hið eðlilegasta mál. Þetta eru þau verðmæti sem hafa einhverja þíðingu þegar upp er staðið. En um hvað erum við að tala, konuna, börninn, foreldra mína, foreldra hennar?  Jú, það er engin munur á þessu, þetta er það sem okkur þykir vænt um. Við afsökum misgerðir barnanna og beinum þeim á rétta braut ef þau misstíga sig. Þegar barnabörnin koma í heiminn fáum við gæsahúð að væntumþykju. Að vísu verða menn að hafa í sig og á, en það er nauðsyn, hitt er val. Þetta á líka við um vinina. Góður vinur er gullsígildi. Góður vinur er bara. hann krefst einskis, gefur af sér þegar honum finnst þörf á og stiður vini sýna. mjög margir rugglast á vini og kunningja, sem er allt önnur ella. Það er frábært að eiga marga kunningja. Best er þó að eiga marga vini. Vinskapur er eins og blóm, þess meira sem  ræktarsemin er, þess fallegri er blómið. Menn skildu varast að stíga á blómið, það skemmist! ´Öll erum við á einhverri leið, gæti verið á leið til útlanda í skemmtireisu, nú, eða upp í sveit. Skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er að gera hluti saman. Það er ekki eins gaman að gera hluti aleinn. Þó eru sumir að gera fullt af hlutum einir og allt í lagi með það, en við erum félagsverur sem viljum vera nálægt hvoru öðru. Pössum því vel upp á fjölskyldu og vini. Það er svo mikils virði. Gleðilegt sumar kæru vinir og fjölskylda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Fallegur pistlill og auðvelt að vera sammála ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.4.2012 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband