Að hafa skoðun, eða ekki skoðun!

Í þessari ömurlegu pólitísku sjálfhverfu, ég er bestur, ástandi, er erfitt að koma stefnum áfram. Allir vita best. Ekki bætir úr skák að þeir þingmenn, núverandi, virðast láta sér á sama standa þó margir hafi skipt um pólitíska skoðun á miðju kjörtímabili. Ég hef að minnsta kosti ekki heyrt spurningu eins og, munt þú starfa eftir stefnu flokksins út kjörtímabilið, ef þú nærð kjöri? eða muntu segja af þér þingmensku ef þér finnst flokkurinn víkja af leyð, nú eða fara bara í annan flokk sem bíður betur!!!! Mín skoðun er, að þó við stillum upp með prófkjöri, erum við að kjósa flokkinn í þingkosningum, ekki menn. Við aðhillumst einhverja stefnu sem við treystum á að þingmennirnir framfylgdi. Ekki nóg með það, þingmenn verða að standa fastir fyrir þegar kemur að hagsmunum landsins. þó ég sé flokksbundinn Sjálfstæðismaður, er ekki þar með sagt að ég geti ekki haft skoðun á öllu sem viðkemur flokkinn og alla þingmenn. Hef til dæmis á tæru að ég kýs engan í prófkjöri nema að vel ígrunduðu máli. Svo er önnur hlið á þing og flokkstarfi. Mér virðist að einhverjum finnist allt í lagi að segja hvað sem er um hinn flokkinn og hina þingmennina, þá sem er ekki í mínum flokki. Menn fullyrða hitt og þetta, hver étur upp eftir öðrum og útkoman er stórisannleikur. Held að nú væri góður tími til að staldra við og hugsa um hvað kemur flestum til góða, ekki bara ég og mitt. Út frá minni skoðun ættum við t.d.að hætta snarleg öllum viðræðum við EU, Barnaskapur að halda að Íslendingar njóti þar sanmælis. miklu betra fyrir okkur öll að standa utan við. Menn geta spurt sig núna, þar sem loðnan er farin inn í Grænlenska lögsugu, stendur EU ekki við bakið á okkur til að koma í veg fyrir að Grænlendingar veiði ekki loðnuna OKKAR. Þetta er fráleitt ef menn vilja sjá það. Samt ætla þeir að beita okkur ofbeldi af sömu ástæðu. Svo er það hin væntanlega nýja stjórnarskrá. Get ekki betur séð en hún sé svipuð og að setja 10 manns í herbergi og 7 stóla, og bjóða mönnum að setjast. Það verða alltaf einhverjir sem fá ekki sæti. Þannig á stjórnarskrá ekki að vera. Þar á að vera pláss fyrir alla. örugg sæti sem öllum er tryggð án málaferla og gjaldþrota. Ef þetta er ekki tryggt verða sífeldar erjur um  sætinn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband