17.5.2024 | 14:56
Forsetinn_bókun 35_og orkupakki 4
Alltaf styttist í forsetakjör og menn gera upp hug sinn hvað eigi að kjósa. Nú eru búnir að vera nokkrir kynningafundir með frambjóðendum. Sitt sýnist hverjum og hver heldur með sínum manni/konu. Hef verið að hlusta og mynda mér skoðun um hvern og einn. Það sem ég áhyggjur af er auðvitað valdaafsal þingssins. Þá er spurning hvað hver og einn gerði í erfiðri stöðu. Það dugar ekki fyrir mig að frambjóðendur segi að einhver annar eigi að gera þetta eða hitt. Verð að vita fyrir kosningar við hverju megi búast. Get ég átt von á að sá sem lagði fram tillögu um bókun 35 sé allt í einu á móti, er ég viss um að nógu margar undirskriftir berist til að skora á forseta að skjóta einhverju máli til þjóðarinnar. Þetta vill ég vera með á hreinu fyrir ákvörðun um næsta forseta. Einn frambjóðandin nefndi að hún mundi stöðva sölu á Landsvirkjun, eftir bókun 35 skipti álit forseta engu máli því bókun 35 væri í höfn og ESB lög giltu ofar Íslensku stjórnarskránni!! Óhugnalegt.Orkupakki 4 er handan við hornið, sama sagan þar, við ráðum engu um okkar orkumál en eigum að taka ábyrgð á að taka niður ónýtar vindmillur, hafa alltaf tiltækt rafmagn fyrir þá ef það kemur logn. Það ætlar engin að spurja Norskan almeninng hverni þeim líður undir ofríki ESB. Ef ég legg þetta saman og met áhættu þá er engin frambjóðandi sem hefur bein í nefinu nema einn. Þessi frambjóðandi hefur ætíð svarað öllum spurningum beint, það virðist lenska hjá öllum að segja ja,sko í stað já eða nei. Fellur undir ákvörðunarfælni. Fyrir mig þá kemur bara eitt nafn upp sem segir já eða nei, ekki sjáum til eða ja, sko. Þetta er auðvitað Arnar Þór Jónsson Hann hefur það sem þarf til að klára verkið. Vel lesinn,víðsýnn,vandvirkur,skemmtilegur og óhræddur að segja nákvæmleg það sem þarf, að auki kann hann stjórnarskránna utan að. Er í engum vafa að hann muni ganga vel að vinna með þinginu og þingið mun vita að stjórnarskráin er heilagt vé(griðarstaður) Þeir sem en eru að hugsa sinn gang og aðrir að kynna sér þessa þætti sem ég viðra hér, lít á þetta sem uppskrift fyrir framtíðina, þar gæti spurninginn verið frá barnabörnum þessi, af hverju gerði engin neitt??
8.5.2024 | 20:52
Nýr forseti
Jæja, aftur er kosið til forseta. Hluti af lýðræðinu sem við höldum en að hluta. Höfum að vísu misst stóra sneið með orkupakka 3 og nú er verið að reyna að gefa marga firði sem "þjóðin á".Næst er bókun 35 sem gera okkar lög ómerk ef þau stemma ekki við ESB lögin, ESB lög skulu vera ofar okkar lögum. Nú þurfa menn að finna út hvað á að kjósa. Örugglega allt ágætis fólk en hefur misjafnan bakgrunn.Þá kemur spurningin hvað vantar okkur sem þjóð sem nýr forseti gæti gert fyrir okkur sem þjóð. Jú svarið er augljóst, við erum ekki með stjórnlagaþing sem yfirfer öll lög áður en þau eru staðfest. Svipað og Þýskaland hefur.þ.e. athugar hvort lögin standist STJÓRNARSKRÁ. Allir frambjóðendur hafa sagt að ef nógu margir biðja um það eða 30-40 þús. manns þá muni viðkomandi skoða málið. Ein undantekning er að einn frambjóðandi segist fara yfir lög frá þinginu ÁÐUR en hann skrifar undir löginn. Hann er löglærður og fyrrum dómari sem sagði starfinu lausu til að gera gagn fyrir þjóðina. Engin frambjóðandi annar hefur sagt hvernig hann ætlar að taka á þessum málum, bara að þeir muni skoða málið.
Er auðvitað að tala um ARNAR ÞÓR JÓNSSON
Hann kom inn sem varamaður á þingið í viku í senn. Akkúrat þá kom bókun 35 en okkar maður hélt þvílíka ræður að tillaga um bókun 35 var dregin til baka og sett í salt. Ef einhver annar verður kosin forseti kemur þetta aftur og rennur í gegn!!
Ætla ekki að ræða núna um hvernig menn geta fengið niðurstöðu í könnunum áður en menn fá að kynna sig en eitthvað hallar á hlutleisti þar. Minni á upphlaup til hjálpar sínum manni varðandi gjafagjörning Dags og lóðir olíufélagana.
Svo nú er að líta inná við og hlusta á sitt eigið hjarta, sjálfur stóð ég ásamt 170 mans framan við alþingi og mótmælti orkupakka 3 og hugsaði, er öllum alveg sama um verðmæti landsins og hag barnanna okkar. Þetta blogg er smá tilraun til að vekja alla til góðra verka.
Kjósum Arnar þór jónsson okkur til heilla!!!