22.10.2010 | 22:01
Stjórnlagaþingið og hópurinn allur
Það er að renna upp fyrir landanum að allur þessi hópur sem vill á stjórnlagaþing,er stærri en svo að það vinnist tími eða að menn hafi nenningu að fara yfir alla frambjóðendur. Spurning hvort þeir fljúgi inn sem hafa a í nafninu eða eru á fyrstu 10-15 síðunum í kynningabæklingnum. Ekki það að ég treysti ekki dómgreind manna, þetta er bara yfirþyrmandi. Svo er hin möguleikinn að þeir sem hafa kosningavél klári þetta bara. Ef hinsvegar það ótrúlega gerist, að þarna veljist fólk úr öllum stéttum og stigum þjóðfélagsins, fólk sem hefur einlægan áhuga á að gera góða hluti, þá er vel. Þá gæti verið að stjórnarskráin væri betri og sanngjarnari en sú sem núna er og hefur hún nú verið ágæt svo langt sem hún nær. Ekki vill ég breyta neinu, breytingarinnar vegna. En með samstilltu átaki væri hægt að lyfta Grettistaki. Þar á ég t.d.við breytt stjórnarfyrirkomulag, þar sem forseti fengi aukið vægi,enda með að minnsta kosti 50 % atkvæða á bak við sig. Hann skipaði ríkisstjórn líkt og í bandaríkjunum. Ráðherra getur ekki verið þingmaður á sama tíma. Þannig fengi þingið aftur það vald sem því ber. Ríkistjórnin væri ábyrg gagnvart forseta og það með færu þeir að vinna fyrir alla landsmenn, ekki umdæmið sem þeir komu úr. Forseti væri kosinn á öðrum tíma en þingið. Með þessu fyrirkomulagi ætti lýðræði að aukast og menn kæmust upp úr skotgröfum niðurrifs. Góðar hugmyndir gætu jafnvel fengið umfjöllun, þó hún kæmi frá minnihlutanum. Hugsum um það í smá tíma,,,allir að vinna að sama marki. Lygilegt en gæti gerst!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.