27.10.2010 | 23:42
Stjórn og stjórnarskrá
Við sáum í fréttum fólk koma og þiggja matargjafir í stórum stíl,mörg hundruð manns. Hér er sannarlega eitthvað að. Við öflum tekna pr. mann sem er með því hæsta í heimi, samt eiga fjöldi manns ekki salt í grautinn. Að auki eru þessar matargjafir gefnar af góðu fólki sem lætur sér ekki muna um að gefa af sjálfum sér og eignir sýnar til þurfandi. Skoðum þetta aðeins. Í stjórnarskránni segir að sá sem ekki kemst af skuli getað sótt aðstoð til hins opinbera. Við skulum ekki gleyma að þessi stjórn kennir sig við félagshyggju. Nú,hvað gerist,jú, svipað og fá tíu gesti og bjóða þeim að fá sér sæti,nema sætin voru bara sjö. Útkoman,einhver verður útundan og menn fara að rífast innbyrðis. Stjórnin fer bara að dunda við eitthvað annað eins og hvar megi hækka skatta, já og hvernig bjarga megi efnahag flokka og hvar setja megi vini í vinnu. Veit svo sem að þingmenn mótmæli mér með þetta, en þá spyr ég, af hverju eru menn ekki að einhenda sér í vandamálið. Eins og það skipti engu máli hvort fleiri hundruð manns þurfi sífelt að lítillækka sig með því að vera "þurfandi" Það er bara óásættanlegt.
Ég hef gefið kost á mér til stjórnlagaþings í þeim tilgangi að koma að stjórnarskrá sem er mannelsk. Ekki neikvæð. Eignarrétturinn verður að taka tillit til allra, ekki bara fjármagnseigenda. Og mín skoðun er sú að engar breytingar megi gera á stjórnarskrá nema með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta mun að vísu standa í ráðamönnum, kannski vegna þess að þeir vilja ekkert að þjóðin sé að skipta sér af því hvernig þeir koma málum fyrir. Við þjóðin vitum hinsvegar hvað við viljum.Þ.E.A.S. stjórnvöld sem vinna fyrir okkur,ekki flokkana!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.