Númerakosningin

Jæja, eru ekki allir búnir að fá númerið sitt. Jú jú, allir sem eru í framboði til stjórnlagaþings. Fimmhundruð og tuttugu manna hópur. 25-31 verða valdir. Jafnt konur sem karlar. Nú þarf landinn að fara yfir öll nöfnin og gera upp hug sinn. Hefði nú ekki verið betra að þeir sem það kjósa, gætu bara farið á netið, skoðað frambjóðendur þar, merkt við líklega og sett þá í möppu, valið síðan úr því. Gætu verið að þessu í nokkra daga og þegar kjörstaðir verða opnaðir á netinu, segjum 3 dögum fyrir síðasta kjördag,væru allir sem ætla að nota netið sent inn númer sinna manna. Þá hefðu þeir sem mæta bara á kjörstað gott olnbogarími til að klára þetta án þess að standa í biðröð.

Annars er mér hætt að lítast á blikuna ef ráðamenn þjóðarinnar eru sífalt að koma með glósur um hvað þetta þing á að gera og hvað ekki. Ég færi þarna algerlega með óbundnar hendur og vilja til að gera stjórnarskrá fyrir alla Íslendinga. Það eru örugglega sumir sem telja að sitt olnbogarími þurfi að vera meira en annarra, svo er auðvitað ekki. Við erum öll fólk með sjálfstæða hugsun og getum vel séð um okkur sjálf á meðan það meiðir engan annan. Við viljum heldur ekki að aðrir meiði okkur. Um það snýst þetta allt. Frelsi til hugsunar og athafna í sátt við allt og alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú hugsað um hvort að breyta mætti embætti forsetans?

Jóhann Petersen (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 20:55

2 Smámynd: Guðmundur Gíslason

Já,þetta er eitt af því sem vildi breyta. Eins og kerfið er í dag verða alltaf smáflokkar sem fá miklu meiri völd en stærð þeirra ætti að leifa. Mjög oft nota þeir aðstöðuna til að skara eld að eigin köku. Ef við hinsvegar gerðum forsetaembættið líkara því franska, þar sem forseti verður að vera með minnst 50% atkvæða og það væri síðan forsetinn sem skipar ríkisstjórn. Við þessa breytingu fengi þingið meiri völd eins og því ber. Ráðherrar gætu ekki ráðstafað fé í einhver gæluverkefni og færu væntanlega að vinna fyrir þjóðina sem heild. Forsetaembættið mundi verða pólitískt, en væri það ekki í fínu lagi, hann yrði að vinna með þinginu til að ná málum í gegn. Í þessu kerfi gæti ráðherra ekki verið þingmaður á sama tíma. Held líka að virðing alþingis aukist, sem er bónus!

Guðmundur Gíslason, 31.10.2010 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband