8.5.2024 | 20:52
Nýr forseti
Jæja, aftur er kosið til forseta. Hluti af lýðræðinu sem við höldum en að hluta. Höfum að vísu misst stóra sneið með orkupakka 3 og nú er verið að reyna að gefa marga firði sem "þjóðin á".Næst er bókun 35 sem gera okkar lög ómerk ef þau stemma ekki við ESB lögin, ESB lög skulu vera ofar okkar lögum. Nú þurfa menn að finna út hvað á að kjósa. Örugglega allt ágætis fólk en hefur misjafnan bakgrunn.Þá kemur spurningin hvað vantar okkur sem þjóð sem nýr forseti gæti gert fyrir okkur sem þjóð. Jú svarið er augljóst, við erum ekki með stjórnlagaþing sem yfirfer öll lög áður en þau eru staðfest. Svipað og Þýskaland hefur.þ.e. athugar hvort lögin standist STJÓRNARSKRÁ. Allir frambjóðendur hafa sagt að ef nógu margir biðja um það eða 30-40 þús. manns þá muni viðkomandi skoða málið. Ein undantekning er að einn frambjóðandi segist fara yfir lög frá þinginu ÁÐUR en hann skrifar undir löginn. Hann er löglærður og fyrrum dómari sem sagði starfinu lausu til að gera gagn fyrir þjóðina. Engin frambjóðandi annar hefur sagt hvernig hann ætlar að taka á þessum málum, bara að þeir muni skoða málið.
Er auðvitað að tala um ARNAR ÞÓR JÓNSSON
Hann kom inn sem varamaður á þingið í viku í senn. Akkúrat þá kom bókun 35 en okkar maður hélt þvílíka ræður að tillaga um bókun 35 var dregin til baka og sett í salt. Ef einhver annar verður kosin forseti kemur þetta aftur og rennur í gegn!!
Ætla ekki að ræða núna um hvernig menn geta fengið niðurstöðu í könnunum áður en menn fá að kynna sig en eitthvað hallar á hlutleisti þar. Minni á upphlaup til hjálpar sínum manni varðandi gjafagjörning Dags og lóðir olíufélagana.
Svo nú er að líta inná við og hlusta á sitt eigið hjarta, sjálfur stóð ég ásamt 170 mans framan við alþingi og mótmælti orkupakka 3 og hugsaði, er öllum alveg sama um verðmæti landsins og hag barnanna okkar. Þetta blogg er smá tilraun til að vekja alla til góðra verka.
Kjósum Arnar þór jónsson okkur til heilla!!!
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Allavega ekki kjósa Katrínu sem hleypti orkupakka 3 í gegn!
Sigurður I B Guðmundsson, 8.5.2024 kl. 22:08
Við kjósum Arnar Þór Jónsson, hann er eini rétti maðurinn til að taka á vitleysunni sem í gangi er á Alþingi Íslendinga.
Tómas Ibsen Halldórsson, 8.5.2024 kl. 23:02
Ef næsti Forseti Íslands verður Arnar Þór Jónsson! Spái ég því að Guð muni breyta bölvuninni sem er yfir Íslandi í blessun.
Misgjörðir yðar hafa fært allt þetta úr skorðum, og syndir yðar hafa hrundið blessuninni burt frá yður. Meðal lýðs míns eru óguðlegir menn. (Jer. 5:25-26).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 8.5.2024 kl. 23:16
Gott að vita að enn standa Íslendngar og mótmæla,enda óbætanlegt ef þeir samþykkja
bögglana frá þessu lúna Evrópusambandi. Kýs Arnar Þór Jónsson og fæ fleri til þess,sem vita ekkert hvað þau gera meðan þau fá ekki að vita sannleikann frá þeim sem þau treysta.
Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2024 kl. 00:47
Í mínum huga kemur enginn annar til greina, hann er eini frambjóðandinn sem hefur boðað það að hann ætli að standa með sjálfstæði þjóðarinnar, stjórnarskránni og tjáningarfrelsinu og ég er mest hissa á að ekki séu fleiri sem ætla að fylgja honum....
Jóhann Elíasson, 9.5.2024 kl. 14:14
Ég er ein af stuðningsmönnum og meðmælendum Arnars Þórs. Ég kýs að sjálfsögðu Arnar Þór. Arnar Þór á Bessastaði fyrir land og þjóð, lýðveldið og frelsið! Ekki spurning.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2024 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.