Færsluflokkur: Bloggar

Stjórnlagaþing og framboðið

Þegar fólk velur þann sem fer með stjórnarskránna og hugsanlegar breytingar á henni,er eins gott að vanda valið. Auðvelt ef þú þekkir einhverja af góðu einu. Málið fer hinsvegar að vandast ef engin er i framboði sem þú veist ekki fyrir víst að muni vinna fyrir þig,ekki flokka eða samtök. Þá er um að gera að athuga hvað viðkomandi er að vilja á stjórnlagaþingið. Undirritaður frambjóðandi er 59 ára gamall. Fyrstu árin á vinnumarkaði vann ég ýmis störf,eins og sjómennsku,trésmíðar,rafvélavirkjun og frá 1967 hef ég unnið í prentgeiranum. Seinni árin er ég kominn í tölvutæknina og stafræna prentun. Menntun mín er grunnskólapróf ásamt ýmsum námskeiðum,t.d.bókhald fyrirtækja,nokkur námskeið um prent og tölvur.Ég hef ætið haft mikinn áhuga á landsmálum, þó ég hafi aldrei verið virkur í neinum stjórnmálaflokki. Strax eftir hrunið sendi ég skilaboð á alla þá sem voru þá á þingi og mótmælti því að barnabörnin okkar ættu að borga skuld sem engin okkar stofnaði til. Það er ein ástæða þess að ég býð mig fram,reyna að rétta hlut þeirra sem ekki getað borið hönd fyrir höfuð sér. Ég fer ekki þarna til að tryggja jöfnuð milli flokka og því um líkt. Hef reyndar ákveðnar hugmyndir um aukið lýðræði sem tengist breytingum á embættum, meira um það síðar. Hef engar aðrar hvatir með framboði mínu en að vinna þjóð minn gagn.

Í framboði til stjórnlagaþingssins!

Að öllu jöfnu erum við ekki mikið að velta okkur uppúr stjórnarskránni. Hún er nú samt það sem við byggjum allar okkar gerði meira og minna á. Hún á að vernda okkur fyrir ranglæti og standa með okkur í að ná rétti okkar. Spurningin er,gerir hún þetta? Jú,ég held hún geri það í stórum dráttum. Við verðum þó að átta okkur á, að í grunnin er hún byggð á dönsku stjórnarskránni á meðan kóngurinn réði öllu. Ekki svo að skilja að nýi tímar séu svo miklu betri,bar öðruvísi. Við búum meira í hnapp,það hefur áhrif á eignarétt,hvernig við göngum um okkar eignir, og svo eignir nágrannans sem líka á sinn eignarrétt. Þannig er með flestar athafnir,þær hafa áhrif á nágranna og umhverfi. Hin hliðin á stjórnarskrá er hvernig við viljum að stjórnvöld stjórni. Held að flesti vilji að löggjafavald og framkvæmdavald séu tveir aðskildir hlutir sem eiga að vinna saman,ekki að framkvæmdavaldið stjórni löggjafavaldi. Þetta er allavega mín skoðun. Vonandi verða margar ferskar og góðar hugmyndir sem koma upp úr pottinum í þessu ferli. Ég vil gjarnan fá umboð til að hafa áhrif,til hagsbóta fyrir Íslendinga. Mitt mottó verður ætíð,Íslandi allt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband