Færsluflokkur: Bloggar
14.10.2010 | 23:48
Stjórnlagaþing og framboðið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2010 | 20:57
Í framboði til stjórnlagaþingssins!
Að öllu jöfnu erum við ekki mikið að velta okkur uppúr stjórnarskránni. Hún er nú samt það sem við byggjum allar okkar gerði meira og minna á. Hún á að vernda okkur fyrir ranglæti og standa með okkur í að ná rétti okkar. Spurningin er,gerir hún þetta? Jú,ég held hún geri það í stórum dráttum. Við verðum þó að átta okkur á, að í grunnin er hún byggð á dönsku stjórnarskránni á meðan kóngurinn réði öllu. Ekki svo að skilja að nýi tímar séu svo miklu betri,bar öðruvísi. Við búum meira í hnapp,það hefur áhrif á eignarétt,hvernig við göngum um okkar eignir, og svo eignir nágrannans sem líka á sinn eignarrétt. Þannig er með flestar athafnir,þær hafa áhrif á nágranna og umhverfi. Hin hliðin á stjórnarskrá er hvernig við viljum að stjórnvöld stjórni. Held að flesti vilji að löggjafavald og framkvæmdavald séu tveir aðskildir hlutir sem eiga að vinna saman,ekki að framkvæmdavaldið stjórni löggjafavaldi. Þetta er allavega mín skoðun. Vonandi verða margar ferskar og góðar hugmyndir sem koma upp úr pottinum í þessu ferli. Ég vil gjarnan fá umboð til að hafa áhrif,til hagsbóta fyrir Íslendinga. Mitt mottó verður ætíð,Íslandi allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)