Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stjórnlagaþingið og hópurinn allur

Það er að renna upp fyrir landanum að allur þessi hópur sem vill á stjórnlagaþing,er stærri en svo að það vinnist tími eða að menn hafi nenningu að fara yfir alla frambjóðendur. Spurning hvort þeir fljúgi inn sem hafa a í nafninu eða eru á fyrstu 10-15 síðunum í kynningabæklingnum. Ekki það að ég treysti ekki dómgreind manna, þetta er bara yfirþyrmandi. Svo er hin möguleikinn að þeir sem hafa kosningavél klári þetta bara. Ef hinsvegar það ótrúlega gerist, að þarna veljist fólk úr öllum stéttum og stigum þjóðfélagsins, fólk sem hefur einlægan áhuga á að gera góða hluti, þá er vel. Þá gæti verið að stjórnarskráin væri betri og sanngjarnari en sú sem núna er og hefur hún nú verið ágæt svo langt sem hún nær. Ekki vill ég breyta neinu, breytingarinnar vegna. En með samstilltu átaki væri hægt að lyfta Grettistaki. Þar á ég t.d.við breytt stjórnarfyrirkomulag, þar sem forseti fengi aukið vægi,enda með að minnsta kosti 50 % atkvæða á bak við sig. Hann skipaði ríkisstjórn líkt og í bandaríkjunum. Ráðherra getur ekki verið þingmaður á sama tíma. Þannig fengi þingið aftur það vald sem því ber. Ríkistjórnin væri ábyrg gagnvart forseta og það með færu þeir að vinna fyrir alla landsmenn, ekki umdæmið sem þeir komu úr. Forseti væri kosinn á öðrum tíma en þingið. Með þessu fyrirkomulagi ætti lýðræði að aukast og menn kæmust upp úr skotgröfum niðurrifs. Góðar hugmyndir gætu jafnvel fengið umfjöllun, þó hún kæmi frá minnihlutanum. Hugsum um það í smá tíma,,,allir að vinna að sama marki. Lygilegt en gæti gerst!!!


Örlög stjórnlagaþings.

Umræðan um stjórnarskránna er hafin og það er vel. Mjög margir sem hafa ekki velt henni svo mikið fyrir sér,eru að skilja að þar liggur grunnurinn að lögum landsins. Stjórnarskráin á að vera einföld og skýr. Það er ótækt að einhver vafaatriði séu um að lög standist stjórnarskránna. Mér líst vel á þýsku leiðina, þeir kjósa nefnd sem hefur það verkefni að staðfesta að lög standist stjórnarskrá. Dómarar gætu þá notað það við dómsuppkvaðningu í málum sem reynir á hvort lög standist. Verð alltaf jafn hissa eins og þegar löggjafinn bíður dóms hæstaréttar um hvort lög séu lög eða ekki.T.D. gengislánin vegna bílakaupa,og fleiri hluta. Hvergi á stjórnaskráin þá að vera, er spurt. Jú hún á að vernda alla,ekki suma. Á þessum síðustu tímum eftir hrun er verið að hirða íbúðir af fólki,vegna þess að fólk getur ekki borgað stökkbreytt lán. Veltum þessu aðeins fyrir okkur. Bankarnir segja að eignarrétturinn verji þá,þeir megi rukka skuldina uppfærða eftir vísitölu. En hvað með hina hlið málsins. Ef jón Jónson 45 ára er búinn að stækka við sig í gegnum árin,hann fékk sér fyrst 2 herb íbúð,þegar fjölskylda stækkaði fór hann í 3 herb. og 2005 4 herbergja. Hann er búinn að borga af þessum íbúðum í 20 ár og þegar hann fékk síðustu íbúðina átti hann 55% af verðinu. Upphaflega lánið sem var 17 miljónir,stökkbreyttist í 35 millur. Nýtt verðmat á íbúðinni var 31 miljónir. Bankinn af góðmennsku býður Jóni  að lánið verði 110%. Nú kemur rúsínan í þessu öllu. Hvenær og hvernig eignaðist bankinn hlut Jóns í íbúðinni. Hann borgað af láninu allan tíman. Þarna sýnist eignaréttur annars aðilans fara ofar hinum. Þarna gæti stjórnarskráin komið til og verndað báða.

Stjórnlagaþing freistar margra.

Nú er frestur til að koma sér í framboð á stjórnlagaþing liðin. Hvorki fleiri né færri en nærri 500 manns. Þetta er hálf skondið því ekki fara allir í það verk að kynna sér vel hvern og einn, það er margra tíma verk. Útkoman verður sennilega sú að menn kjósa sinn mann og svo þekkt andlit. Mín tillaga er að þrátt fyrir að nokkurt verk sé að kynna sér hvern og einn, ættu menn að fara í þá vinnu. Augljós ástæðan er viðfangsefnið, stjórnarskráin sjálf. Það er semsagt ekki gott ef þessi vinna verður í umboði einhvers,t.d.flokka,félaga og því um líkt. Mín skoðun er að stjórnarskráin sé það sem við upplifum og hvers við væntum. Hver vill ekki  framtíð barnanna okkar örugga. Við getum ekkert sagt um hvað verður eftir hundrað ár. Við getum hinsvegar vandað til verka, til að jarðvegurinn verði bæði góður, gjöfull, en þó öruggur. Stjórnarskráin varðar þann veg.

Ég tel að þjóðkirkjan eigi að vera þjóðkirkja áfram. Hún er eitt af því besta sem við fengum í arf frá foreldrum okkar, og frábær gjöf til barna og framtíðar þeirra. Á þessu tímum sem við lifum núna, finna margir fyrir óöryggi um flesta hluti. Ástæðan er auðvitað óvissa, óvissa um hvað verður. Sama verður með fólk sem ekki hefur neinna trúarlega upplifun, það hefur fátt að halla sér að í erfiðleikum lífsins. Þjóðkirkjan er ekki bara kirkjur og prestar, hún er lífsmáti, þar sem samhjálp og góðmennska ræður ríkjum. Þessar línur eru til að skýra mína afstöðu í þessu máli.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband