Stjórnlagaþing freistar margra.

Nú er frestur til að koma sér í framboð á stjórnlagaþing liðin. Hvorki fleiri né færri en nærri 500 manns. Þetta er hálf skondið því ekki fara allir í það verk að kynna sér vel hvern og einn, það er margra tíma verk. Útkoman verður sennilega sú að menn kjósa sinn mann og svo þekkt andlit. Mín tillaga er að þrátt fyrir að nokkurt verk sé að kynna sér hvern og einn, ættu menn að fara í þá vinnu. Augljós ástæðan er viðfangsefnið, stjórnarskráin sjálf. Það er semsagt ekki gott ef þessi vinna verður í umboði einhvers,t.d.flokka,félaga og því um líkt. Mín skoðun er að stjórnarskráin sé það sem við upplifum og hvers við væntum. Hver vill ekki  framtíð barnanna okkar örugga. Við getum ekkert sagt um hvað verður eftir hundrað ár. Við getum hinsvegar vandað til verka, til að jarðvegurinn verði bæði góður, gjöfull, en þó öruggur. Stjórnarskráin varðar þann veg.

Ég tel að þjóðkirkjan eigi að vera þjóðkirkja áfram. Hún er eitt af því besta sem við fengum í arf frá foreldrum okkar, og frábær gjöf til barna og framtíðar þeirra. Á þessu tímum sem við lifum núna, finna margir fyrir óöryggi um flesta hluti. Ástæðan er auðvitað óvissa, óvissa um hvað verður. Sama verður með fólk sem ekki hefur neinna trúarlega upplifun, það hefur fátt að halla sér að í erfiðleikum lífsins. Þjóðkirkjan er ekki bara kirkjur og prestar, hún er lífsmáti, þar sem samhjálp og góðmennska ræður ríkjum. Þessar línur eru til að skýra mína afstöðu í þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband