Kirkjan og stjórnarskrá

Nokkrar umræður hafa verið um hvort þjóðkirkjan eigi að vera þjóðkirkja áfram. Ekki veit ég hvar sú umræða hófst eða hvers vegna. Hugsanlega vegna leiðinda mála sem ekki sæma þjónum kirkjunnar. Fer ekki að afsaka það. Það hefur hinsvegar ekkert með að gera, hvað kirkjan stendur fyrir. Kirkjan stendur fyrir visku og kærleik. Menn sjá þetta misvel eins og gengur,en ég held að flestir viti þetta í hjarta sýnu. Við vitum að þegar verulegir erfiðleikar steðja að,eins og veikindi og sorg, förum við með bænir og leitum huggunar. Þetta haldreipi væri mistök að fjarlægja, en það væri hætta á því ef kirkjan væri ekki þjóðkirkja lengur.

„Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.”

 

Þetta er þessi grein í stjórnarskránni. Ef þessu á að breyta þarf meirihluti þjóðarinnar að samþykkja, ekki eins og nú er að þessu mætti breyta með lögum. Það er hreinlega of mikið í húfi. Nú geta menn ekki gefa sér að ég sé á móti öðrum trúarbrögðum,alls ekki. Skólar hafa farið yfir flest stærri trúarbrögð, bara gott mál. Sjálfur hef ég komist að því að öll trúarbrögð kenna okkur að elska náungan. Það verða alltaf til öfgar,þar sem öfgasinnar gefa sér niðurstöðu sem hentar þeirra lífsstíl og áætlum. Þetta á við öll trúarbrögð. Flestir kjósa þó að lifa í friði við sjálfan sig og aðra. Er ekki ein hlið viskunnar að líka við sjálfan sig til að kunna að líka við aðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heilshugar tek ég undir þessi sjónarmið, Guðmundur.

Árni Ólafur Lárusson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 11:21

2 identicon

Þessu þarf að breyta. Og ég er fjári hræddur um að að frambjóðendur til stjórnlagaþings verði að átta sig á því, ætli þeir sér að ná kjöri og gera það sem er fyrir bestu. Hættum að míga upp í vindinn.

Grétar (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband