Stjórnarskrá og Ísland

Heldur meiri þungi er að færast í umræðuna um stjórnlagaþingið og fyrir hvað þetta er allt saman. Er búinn að tala við ótal marga sem segja, þetta er svo flókið,ég er ekkert að fara að kjósa. Sannleikurinn er að það er ekki flókið að kjósa, það sem er erfitt er að velja kandídata. Ein sagði mér í dag að hann hafi ákveðið að taka tíma í þetta á fimmtudaginn. Hann kom úr vinnu kl 4,30 og settist fyrir framan tölvuna "til að kynna sér stefnumál frambjóðenda" Það er skemmst frá því að segja að kl 12,30 um kvöldið hætti hann og var þó bara búinn með hluta. Hann ákvað að kjósa þá sem hann var búinn að skrifa niður og láta gott heita. Eftir sem áður hef ég mikla trú á að við fáum gott fólk á þingið. Þeir sem ég hef hitt lofa góðu. Það er verið að taka upp viðtöl við hvern og einn á RUV og þegar það verður komið á koppinn,geta menn bara klikkað á nafn í tölvunni og fengið viðkomandi upp á skjáinn. Þetta er að vísu bara talmál,ekki sjónvarp, en til bóta held ég.  Mér sýnist að mínar hugmyndir um að breyta stjórnskipuninni gæti átt möguleika. Allavega eru nokkrir sem eru á sömu línu. Enda,ef menn pæla í þessu, hvað er þingið oftast að gera, jú, tala um sjálfa sig og koma höggi á hina sem ekkert geta. Kannast einhver við þessa lýsingu? Ef farin er forseta leiðin.þ.e.a.s. kjósa forseta beint, jafnvel í tveim umferðum, fáum við sterkan leiðtoga. Forsetin skipar ríkisstjórnina. Ef hann er vinstri maður og meirihluti alþingis er hægri,verður erfiðaðra að koma málum í gegn um þingið, þingmenn verða hinsvegar ekki eins háðir kjördæmum ef landið er eitt kjördæmi og hver kjósandi er með eitt atkvæði, það er deginum ljósara. Þá mmunu þeir greiða atkvæði á þinginu eftir málefnum,ekki flokkslínum. Litlir flokkar,sem í dag hafa allt of mikil völd miðað við stærð,ættu ekki lengur upp á pallborðið. Línur munu skírast og festa kemur í stað glundroða. Ég spyr sjálfan mig,hvað þarf til svo þjóðfélagið geti þrifist um ókomnar aldir. Ætli það sé ekki "festa" eða  vissa að á morgun komi nýr og góðu dagur,dagur sem mig kvíði ekki heldur tek ég fagnandi á móti honum með brosi á vör. Er alls ekki viss um að þetta sé besti tíminn til að fara í stjórnarskránna, en það er búið að ákveða það,brettum þá upp ermarnar og vinnum verkið með sóma, öllum til hagsbóta, jafnt landi sem og þjóð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband