Úrslit

Úrslit eru klár, ég komst ekki inn, enda aldrei verið í silfri Egils. Úrslitinn sýn mér hinsvegar að 65%þjóðarinnar stendur eiginlega á sama um sjálfan sig og börnin sín. Það var viðbúið að ef þátttaka væri léleg, kæmust bara þekkt andlit inn. Sú var raunin. Ég fullyrði að það var fullt af flottum málsvörum fyrir alla Íslendinga í framboðshópnum, fólk sem hefði gert góða hluti fyrir okkur öll. Ég er hinsvegar ekkert farin neitt. Ef útkoma stjórnlagaþingsins verður eins og margt bendir til, í þágu sumra,en ekki allra, væri betur heimasetið. Tóninn kom með yfirlýsingu um að fyrst ætti að laga smá og halda svo áfram með þingið til frekari yfirferðar í nokkur ár(Þorvaldur Gylfason). Ég vil meina að það sé hægt að klára þetta á 2-4 mánuðum, skammlaust, enda búið að vinna forvinnuna. Hitt er annað mál eins og ég hef sagt áður opinberlega, þetta er auðvitað arfavitlaus tími fyrir þessa endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er verið að neita börnum sem geta ekki svarað fyrir sig um sjálfsagða heimaþjónustu sem kostar 60-80 miljónir. Bara þjóðfundurinn kostaði 100 miljónir. Stjórnlagaþingið gæti kostað, með öllum sérfræðiálitunum sem eiga eftir að koma að minnsta kosti 1000 miljónir. Minni á að 3.herb.íbúð kostar 20-25 miljónir! Það var ein ástæða þess að ég bauð mig fram, óttaðist að ef flokkarnir fengju völd á þinginu og gerðu beitingar á stjórnarskránni fyrir sig. Það vildi ég koma í veg fyrir. Vona þó svo sannarlega að út úr þessu komi skynsemi og mannelska, öllum til hagsbóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband