Stjórnarskráin aftur!

Mjög margir sem ég hef rætt við hafa í raun aldrei lesið stjórnarskrána. Samt vill fólk nýja! Nú er ég ekki að segja að ekki sé í lagi að yfirfara hana, það er sjálfsagt mál. En núverandi stjórnarskrá er býsna góð. Menn hafa breitt nokkrum atriðum vegna vægi atkvæða og slíkt, en að stofni er hún sú sama og í upphafi. Það sem vantar í hana núna er svipað ákvæði og í þeirri þýsku, þ.e. að okkur vantar stjórnlagaráð. Ráð sem fer yfir öll lög áður en forseti undirritar lög. Tékkar á hvort lögin standast stjórnarskránna. Þetta er ekkert smámál því stjórnvöld fara með vald eins og þeir eigi og megi hvað sem þeim dettur í hug. Gott dæmi um þetta eru eignarskattar í víðu samhengi. Að leggja skatt á eign einhvers, er brot á eignarétti. Eignaréttur er einn hornsteinn stjórnarskrárinnar. Ef stjórnlagaráð hefði verið við lýði, gætu stjórnvöld ekki farið fram með þessum hætti. Annað mál í þessum flokki gæti verið lífeyrissjóðir, þar eru allir skyldir til að borga í lífeyrissjóð (verkalýðsfélags) viðurkenndan af stjórnvöldum. Af hverju? Til að ríkissjóður sleppi við að borga ellilífeyrir? Auðvitað, en þá er þetta ekkert annað en eignaupptaka, skattheimta til framtíðar. Nú er það ekki svo að þú eigir þessa peninga, átt aðeins rétt á vissum aurum "ef þú lifir nógu lengi" Það má með rökum segja að það sé skynsemi að spara til elliáranna, mætti jafnvel setja það í lög, en þann sparnað átt þú sjálfur eða þínir eftirlifendur. Ef meðalmaður, sem byrjar að vinna fulla vinnu 22 ára og borgar í sinn eigin sjóð út lífið, getur hann lifað góðu lífi af þeim sparnaði í ellinni. Ef viðkomandi deyr, segjum 75 ára, getur ekkjan haldið sínu lífi áfram án vandræða. Miðað við útkomu lífeyrissjóðina eftir hrun er það engin trygging að hafa slíka sjóði. Hver og einn gæti fundið miklu öruggari sparleiðir. Ég er að segja með þessu að við höfum þetta í hendi okkar ef núverandi stjórnarskrá væri virt. Við þurfum ekki nýja, aðeins smábrettingar eins og þetta með stjórnlagaráð. Einnig getum við ætíð farið með mál sem hæstiréttur hefur dæmt um og við teljum rangan dóm fyrir mannréttindadómstól, eins og þetta með eignaskattinn. Þar var slegið á puttana á hæstarétti. Nú heitir þessi skattur eitthvað annað, en er jafn mikið lögbrot. Það kostar bara fullt að pening, sem ekki er of mikið til af hjá venjulegum Íslending. Umboðsmaður okkar er alveg vopnlaus. Við getum að minnsta kosti velt þessu fyrir okkur, spurt þá sem eru í framboði og svo framvegis. Ef við hlustum á þingmenn og ráðherra, eru þeir aldrei að svara, fara bara hringinn í kringum málið. Þá verður heldur ekki borið upp á þá að þeir hafi sagt þetta eða hitt. Við verðum bara að vera beinskeytt í spurningum okkar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband