Bjartsýni í þjóðinni!

Veit ekki hvort menn hafi veitt því athygli, en bjartsýni virðis kominn í startholurnar. Er kannski ekki áþreifanlegt ennþá, bara eitthvað sem maður finnur á sér. Vonandi er þetta rétt og þó fyrr hefði verið og oftar, eins og maðurinn sagði. Auðvitað er það svo að þeir sem skynja þetta og eru fljótir til að sjá möguleikana verða betur settir þegar allt fer á fullt skrið. En, einmitt vegna þessa ástands hjá okkur lendum við sífelt í öldudal og svo á hábáru inn á milli. Við þurfum að hafa meiri jöfnuð í öllum rekstri, bæði ríkis og einkaframtak. Þar setur ríkið línuna með sköttum og slíku. Þess vegna hefði verið stert að lækka skatta við hrunið en hækka þegar betur gengur. Vonandi, og örugglega eru bjartar tímar framundan. þá er um að gera að borga niður skuldir fyrirtækja og einstaklinga. Við erum ekki farin að vinna olíu en, og gæti verið tími í það! Annað mál sem athygli er vert, "Harpan" þetta glæsileg og dýra kennileiti í miðborginni. Ég er búinn að fara nokkrum sinnum þangað, hlustað á flotta tónlist og fl. Mjög gaman, en höfum við efni á svona lúxus, sjálfsagt skiptar skoðanir á því. Mín skoðun er að húsið eins og það var við hrun,hálfbyggt, hefði verið besta áminning til okkar um hvað við eigum ekki að gera. Eftir fimmtíu ár væri húsið grotnað niður og jarðýtur séð um að grafa ósóman. Eins og húsið er núna virkar það sem hver önnur ryksuga á peninga, sem við eigum ekki! Getum ekki lengur borgað fyrir spítalavist veikra. Skömm að þessu. Úr því sem komið er eigum við að selja þetta hús með afföllum. En þetta góða veður undanfarið er bara gott fyrir sálina. Höldum bara áfram að auka bjartsýni, notum sannleika sem vopn í baráttuni fyrir því sem við teljum gott og gilt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað áttu við? Í startholurnar? Allt verður gott eftir 29. apríl.

Jóhann (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband