31.7.2013 | 21:02
Allt í plati!
Virðist vonlaust að tala um stjórnmál núna, nokkrum dögum fyrir verslunarmannahelgi, verð bara að koma þessu á blað! Við erum að fá verri einkunn hjá þessum sjálfskipuðu hugsuðum sem gefa þjóðum efnahagslega einkunn. Fyrst var það þjóðin og borið við að ekki mætti nota peninga hrægammasjóða og svo Landsvirkjun, sem hefur þó gengið vel undanfarið. Ef við leggjum saman tvo og 2 fáum við fjóra. Hrægammasjóðirnir eru farnir að beita afli sínu gegn okkur. Þeim er nokk sama um landið Ísland, vilja bara græða á fjárfestingunni sinni. Það sem ég er að benda á er að ef við snúum okkur ekki að því að svara fyrir okkur, eignast þeir bara allt, eða eyðileggja allt, landið verðu gjaldþrota og við neyðumst til að afhenda landið í heilu lagi. Minni á Grikkland, þeir fengu fullt af lánum sem þeir geta ekki borgað = hrægammar eiga land og þjóð! En hvað á þá að gera? Jú, við setjum strax lög um hrægammasjóðina, getum ekki beðið eftir að þeir komi með einhver tilboð! Tökum bara gjaldeyrishöftin af og sá sem vill aurana sína borgar 85%skatt af þeim. Held reyndar að þeir kæmu áður en lögin væru samþykkt og óskuðu eftir samningum sem væri um 81-83% skatt. Þetta eru þvílíkir peningar að hvert prósent er stórfé. Nú, þá er það frágengið! Næst mál, fríverslunarsamningur EU við USA, við verðum að vera þar inni, stjórnvöld verða að nota öll ráð til að tryggja það. Virðist lítið vera að gerast á þeim vístöðum. Að lokum þetta, þeir sem fara í stjórnmál og þjóðin velur til starfa, látið ekki sitja við orðin tóm, verið áhugasöm um velferð þjóðarinnar, gylliboð eru engum til gagns nema hugur og athöfn fylgi. Notið embættismannakerfið til að komast þangað sem við viljum vera! Það er rétta aflið sem þið hafið í hendi ykkar. Ef þeir eru að draga lappirnar, skiptið bar út. Menn eiga að vinna það sem fyrir þá er lagt. Stjórnmálamenn eru kosnir stjórnendur, ekki embættismenn, þeim ber að gera vilja stjórnenda, innan ramma laga!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.