Trúmál og siðferði

Var að hugsa, trúmál og siðferði, hvað er það eiginlega í hugum fólks. Veit auðvitað ekkert um það, svo mart sem maður veit ekkert um. Trúi því hinsvegar að flest fólk sé gott fólk. Fór í messu í Skálholti í dag, hvítasunnudag, ótrúlega uppbyggilegt og skemmtilegt. Tveir einstaklingar fermdust þarna. Tók sérstaklega eftir mörgu sem var sagt við mig, þegar ég var fermdur, og var komið í þoku. Mæli með að fólk drífi sig þó ekki sé verið að ferma hjá því sjálfu. Eitt af því sem ég tók eftir hjá prestinum var þessi von um að viðkomandi mæti öðlast sýn á hið góða í öllu og öllum, að fylgja línu fyrirgefinnar og upphefja sjálfan sig ekki yfir aðra. Mér leið vel undir þessum orðum. Hinsvegar veit ég að þessi leið er of sjaldan farin, allir vita allt miklu betur en næsti maður, við svörum fullum hálsi, hvaða vitleysa, mín skoðun er sú rétta. Hvernig væri nú ef hver og einn liti svo á að allir aðrir gætu verið með betri eða réttlátari lausn, væri ekki þess virði að hlusta. Var rétt áðan að lesa grein eftir þýðanda hjá Stöð Tvö. Veit að vísu að þetta er hennar hlið, en hef enga ástæðu til að rengja hana. Hún fær krabba og á meðan hún er í veikindum sínum er hún rekin,57 ára gömul eftir 25 ára starf, með 20 daga fyrirvara. Löglegt, sennilega. Siðlaust, já, samkvæmt öllum samskiptum manna er þetta ókristilegt og níðingslegt. Ekki mikill kristilegur kærleikur þar. Í framhaldi af því datt mér í hug hvort ekki væru margir sem vildu kaupa þrotabúið, þegar allir hafa sagt upp áskriftinni, og félagð fer í þrot. trúi því að engin muni missa vinnuna, fá bara nýjan og betri eiganda að fyrirtækinu. Væntanlega kæmu áskrifendur aftur! En, ég er bjartsýnismaður og trúi að þessi ólánsmiðill sjái að sér og lagi óréttlætið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband