Kosningalokinn!!

Loksins eru við búin að kjósa það sem við vildum sjá inni á þingi. Væntanlega allir glaðir með sýna menn, eða hvað? Get nú ekki betur séð en sumir vilji eitthvað annað en það sem væri borðleggjandi. 54% af þeim sem  kusu sáu fyrir sér tvo flokka í stjórn. XD og XB, En, neiii, Sigmundur D. sýndi sitt rétta andlit og kýs að tala við nokkra flokka í stað þess augljósa. Hann sagði að vísu fyrir kosningar (óljóst) að þetta gæti nú alveg eins orðið. Eins og Íslendingar séu nú ekki búnir að fá nóg af vinstra hallanum! Mín kenning er sú hann er að gera alla svo reiða að enginn vill vinna með honum, og viti menn, hann þarf ekki að standa við loforðið sem hann gaf þjóðinni þess eðlis að vogunarsjóðirnir borguðu bara skuldir fólks. Minnir á anda í flöskunni! Þrjár óskir, púff, allir skuldlausir og geta byrjað upp á nýtt að safna skuldum í óðaverðbólgu. Ófögur sýn sem fáir borgarar vilja horfa á. Aha, þarna kom það, það vill engin horfast í augu við neitt, bara að fá það á silfurfati. Staðreyndin er þessi, það átti að taka vísitöluna úr sambandi 2009, en var ekki gert vegna þess að vissir aðilar, sem höfðu spilað með fé almennings, gátu þá ekki réttlætt tapið. Ríkisstjórnin var skíthrædd við að hinir og þessir peningamenn færu í mál heimtuðu skaðabætur, þeir aðilar fengu bara að búa til reglurnar. Fólkið mátti bara éta það sem úti frís. Fjórum árum seinna er þetta ekki möguleiki af mörgum ástæðum. T.D. hver á að fá niðurfelt lán, þeir sem skulduð eldri lán en frá 2006, eða bara þeir sem tóku lán 2006-2008. Hvað með þá sem sýndu ráðdeild og skulduðu lítið sem ekkert, þeir töpuðu sínum aurum í inneignum lífeyrissjóða. Ættu þeir ekki að fá bætur. Mín skoðun er einföld, ef peningar verða eftir úr gömlu bönkunum, er það eign þjóðarinnar. Þetta fé skal þá nota til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Það kemur öllum til góða, veldur ekki verðbólgu ef rétt er að farið, lækkar vaxtagreiðslur þannig að stofnanir geta farið að funkera, eins og spítalar og mentakerfið, viðhald vega og fleira. Við höfum haft vinstri stjórn í fjögur ár, ef framsóknarflokkurinn ætlar að vinna vinnuna með vinstri flokkum er ekki von á góðu, því miður. Mér finnst að hér eftir verði menn að gefa upp fyrir kosningar með hverjum þeir ætla að vinna. Fyrir þessar var því ekki mótmælt þegar blöð spáðu samstarfi framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þó að einn hafi hugsað sér annað án þess að segja. Þetta gaf framsókn fullt af atkvæðum, sem hefðu farið annað ef menn hefðu vitað hver var ósk formannsins. Fer ekki framhjá nokkrum manni að framsókn er en á því að samvinnuhreifinginn hafi verið snilld, þó engin hafi grætt á því nema framsókn, bændur borguð þann brúsa. Ég og fleiri borguð hinsvegar fyrir allan auðinn hans Finns og reglurnar voru bognar fyrir útgerðina hans Halldórs. Svo maður tali nú ekki um styrtarsjóðinn og hlutabréfasjóðinn sem var stofnaður og uppurin í tíð Steingríms og framsóknar. Flestir búnir að gleyma þessu eins og öðru. Ef hinsvegar einhver sýnir með tölum að þjóðin hafði það gott undir stjórn Sjálfstæðismanna er það talin áróður, en það er nú samt satt. Þeir segja að menn geti logið hverju sem er, það trúa því allir, þú mátt líka segja sannleikan, en það trúir honum engin! Skrítið þetta líf stundum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband