Verðbólgan og við hin!

Var að hugsa þegar ég skrifaði fyrirsögnina, það er engin að hlusta sem getur komið með úrlausn. Mjög margir hafa ritað flottar greinar um áhrif verðbólgu, samt er hún í hæstu hæðum. Flestir landsmenn eru með verðtryggð lán, þau hækka sem aldrei fyrr. Hvorki laun né verð á eignum hækkar. Á endanum fara allar eignir í fang banka (vogunarsjóða) og ríkis. Minnir óneitanlega á aðferðir austur þjóðverja undir kommum í stjórn. Það sem er það skrítna við þetta í allri umræðunni er, að fyrst er spáð í hvort viðkomandi bankastofnun geti tekið á sig tap af niðurfellingu verðbóta að hluta!!!! Opinber umræða er ekki um hvort fók almennt geti tekið á sig hækkun verðbóta. Sjáum bara hvað margir plumma sig og tökum eignina af hinum til okkar, því, fólk er ekki að borga af lánunum! Því miður hef ég séð að margir eru að komast í þrot, búnir með allt sparifé og aukalífeyir sem mátti taka út. Allir reiknuðu með að atvinnulífið væri komið á skrið þrem árum eftir hrun, sérstaklega þar sem undirstaðan er í fínu lagi, bæði stóriðja og sjávarútvegur. En, nei, hér skal setja fót fyrir og stoppa alla vitleysu. Nú er ég ekki að segja að menn eigi að vaða út í hvað sem er, en ef búið er að kanna,rannsaka,fá samþykki heimamanna,fjármagna, og teikna, má ætla að óhætt sé að stíga fram og samþykkja. Við erum ekki með mannskap í vinnu við Austurvöll til punts, enda engin sérstök augnayndi, nei, þeir eiga að vinna fyrir okkur, ekki gegn allri þjóðinni eins og nú er raunin. Auðvitað heyri ég eins og aðrir að stjórninn er í engu sambandi við þjóðina, það hinsvegar er engin afsökun fyrir því að gera ekki neitt. Skrítið að ef vart verður við leka á gjaldeyrishöftum, tekur bara nokkra klukkutíma að breyta lögum, en ef fólkið í landinu segir, það er vitlaust gefið í verðtryggingunni, gerist bara ekkert, ekki nokkur skapaður hlutur. Forsetisráðherra og Steini, segja bara að þetta sé plott hjá stjórnarandstöðunni. Varðandi kosningar til forseta. Við höfum ekkert að gera með fjölskyldumóðir með fimm sex börn á Bessastaði. Fólk verður aðeins að hugsa málið til enda. Hef ekkert á móti Þóru, flott sem sjónvarpskona og örugglega fleira sem hún tekur sér fyrir hendur. Gæti gefið kost á sér eftir sextán ár. Hitt er annað, hvern á að velja. Hef aldrei verið sérstakur aðdáandi Ólafs Ragnars, held þó að hann sé sá eini sem muni neita að skrifa undir samninginn við EU. En þangað ætla þessi stjórn að koma okkur, með góðu eða illu.

Ps. Pælið í þessu með lánin. Annar aðilinn er með allt á þurru plús lögfræðideildina!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband