17.5.2024 | 14:56
Forsetinn_bókun 35_og orkupakki 4
Alltaf styttist í forsetakjör og menn gera upp hug sinn hvað eigi að kjósa. Nú eru búnir að vera nokkrir kynningafundir með frambjóðendum. Sitt sýnist hverjum og hver heldur með sínum manni/konu. Hef verið að hlusta og mynda mér skoðun um hvern og einn. Það sem ég áhyggjur af er auðvitað valdaafsal þingssins. Þá er spurning hvað hver og einn gerði í erfiðri stöðu. Það dugar ekki fyrir mig að frambjóðendur segi að einhver annar eigi að gera þetta eða hitt. Verð að vita fyrir kosningar við hverju megi búast. Get ég átt von á að sá sem lagði fram tillögu um bókun 35 sé allt í einu á móti, er ég viss um að nógu margar undirskriftir berist til að skora á forseta að skjóta einhverju máli til þjóðarinnar. Þetta vill ég vera með á hreinu fyrir ákvörðun um næsta forseta. Einn frambjóðandin nefndi að hún mundi stöðva sölu á Landsvirkjun, eftir bókun 35 skipti álit forseta engu máli því bókun 35 væri í höfn og ESB lög giltu ofar Íslensku stjórnarskránni!! Óhugnalegt.Orkupakki 4 er handan við hornið, sama sagan þar, við ráðum engu um okkar orkumál en eigum að taka ábyrgð á að taka niður ónýtar vindmillur, hafa alltaf tiltækt rafmagn fyrir þá ef það kemur logn. Það ætlar engin að spurja Norskan almeninng hverni þeim líður undir ofríki ESB. Ef ég legg þetta saman og met áhættu þá er engin frambjóðandi sem hefur bein í nefinu nema einn. Þessi frambjóðandi hefur ætíð svarað öllum spurningum beint, það virðist lenska hjá öllum að segja ja,sko í stað já eða nei. Fellur undir ákvörðunarfælni. Fyrir mig þá kemur bara eitt nafn upp sem segir já eða nei, ekki sjáum til eða ja, sko. Þetta er auðvitað Arnar Þór Jónsson Hann hefur það sem þarf til að klára verkið. Vel lesinn,víðsýnn,vandvirkur,skemmtilegur og óhræddur að segja nákvæmleg það sem þarf, að auki kann hann stjórnarskránna utan að. Er í engum vafa að hann muni ganga vel að vinna með þinginu og þingið mun vita að stjórnarskráin er heilagt vé(griðarstaður) Þeir sem en eru að hugsa sinn gang og aðrir að kynna sér þessa þætti sem ég viðra hér, lít á þetta sem uppskrift fyrir framtíðina, þar gæti spurninginn verið frá barnabörnum þessi, af hverju gerði engin neitt??
8.5.2024 | 20:52
Nýr forseti
Jæja, aftur er kosið til forseta. Hluti af lýðræðinu sem við höldum en að hluta. Höfum að vísu misst stóra sneið með orkupakka 3 og nú er verið að reyna að gefa marga firði sem "þjóðin á".Næst er bókun 35 sem gera okkar lög ómerk ef þau stemma ekki við ESB lögin, ESB lög skulu vera ofar okkar lögum. Nú þurfa menn að finna út hvað á að kjósa. Örugglega allt ágætis fólk en hefur misjafnan bakgrunn.Þá kemur spurningin hvað vantar okkur sem þjóð sem nýr forseti gæti gert fyrir okkur sem þjóð. Jú svarið er augljóst, við erum ekki með stjórnlagaþing sem yfirfer öll lög áður en þau eru staðfest. Svipað og Þýskaland hefur.þ.e. athugar hvort lögin standist STJÓRNARSKRÁ. Allir frambjóðendur hafa sagt að ef nógu margir biðja um það eða 30-40 þús. manns þá muni viðkomandi skoða málið. Ein undantekning er að einn frambjóðandi segist fara yfir lög frá þinginu ÁÐUR en hann skrifar undir löginn. Hann er löglærður og fyrrum dómari sem sagði starfinu lausu til að gera gagn fyrir þjóðina. Engin frambjóðandi annar hefur sagt hvernig hann ætlar að taka á þessum málum, bara að þeir muni skoða málið.
Er auðvitað að tala um ARNAR ÞÓR JÓNSSON
Hann kom inn sem varamaður á þingið í viku í senn. Akkúrat þá kom bókun 35 en okkar maður hélt þvílíka ræður að tillaga um bókun 35 var dregin til baka og sett í salt. Ef einhver annar verður kosin forseti kemur þetta aftur og rennur í gegn!!
Ætla ekki að ræða núna um hvernig menn geta fengið niðurstöðu í könnunum áður en menn fá að kynna sig en eitthvað hallar á hlutleisti þar. Minni á upphlaup til hjálpar sínum manni varðandi gjafagjörning Dags og lóðir olíufélagana.
Svo nú er að líta inná við og hlusta á sitt eigið hjarta, sjálfur stóð ég ásamt 170 mans framan við alþingi og mótmælti orkupakka 3 og hugsaði, er öllum alveg sama um verðmæti landsins og hag barnanna okkar. Þetta blogg er smá tilraun til að vekja alla til góðra verka.
Kjósum Arnar þór jónsson okkur til heilla!!!
13.1.2020 | 10:42
Landið mitt og landin.
Jæja,þá er bara komið nýtt ár og ég hef ekki skrifað hér í einhver ár. Af nógu hefur svo sem verið að taka,kanski bara leti í mér. Eitt mál hefur brunið á mér sem er Orkupakki 3. Þetta var samþ. á alþingi í haust 2019 því miður. Forsetanum send nokkur þúsund undirskriftir um að koma þessu í allsherjar þjóðaratkvæðagreiðslu. En engar athugasemdir komu úr þeirri áttini!! Sorglegt að ég bloggaði einmitt um kjör forseta fyrir síðustu kosningar um embættið og spáði því að þegar kæmu viðkvæm mál væru menn búnir að tryggja sig gegn þjóðini. Vill auðvitað ekki gera lítið úr embættinu sem slíku. Vonandi verður hópur vaskra manna sem gefa kost á sér í næstu forsetakosningum. Menn sem segja "hér er bil milli þings og þjóðar" og þetta mál verður að greiða atkvæði með þjóðinni sjálfri. Í framhaldi verður þingið að fara til Brusel og semja upp á nýtt við EU eða ganga út ella. Því miður held ég að þingið vanti einurð og EINLÆGAN vilja til að gera það sem þjóðin vill. Spurning um laun og eftirlaun. Nú hugsa menn og annar, hvað er maðurinn að tala um, hefur hann ekki lesið stefnu flokkssins og að við erum að berjast við að ná stefnumálum okkar í gegn. Þá segji ég, "er það?" Held nefnilega að flest mál ná í gegn með allskyns skranbíttum sem þynnir flest mál út. Og ef stjórnarandstaðan nær spotta til að bíta í hangi hún þar bara til að skammast í stjórnini í stað þess að koma með nýja og flotta tillögu. Einn þingmaður stjórnarinnar greiddi atkvæði gegn Orkupakka3 (takk fyrir það) en þá er eins og menn eins og pí_ratar hafi fengið skotleyfi á hann, eins og menn þurfi ekkert að taka í þátt í uppbyggilegri vinnu á þinginu heldur eingöngu niðurrif. Mjög skrítið allt. Margir hafa gagnrýnt Miðflokkinn fyrir að tefja þingið í vor vegna Orkupakkans,en þeir voru þó að tala fyrir munn meirihluta þjóðarinnar. Þó ég sé ekki (en) þeirra maður þá fannst mér þetta vera það sem fólk vildi Þ.E. þjóðararkvæðagreiðslu um O3 Nú er þessi pakki byrjaður að tikka inn, allir vilja eiga vindmillur sem einhver á að kaupa rafmagn af. Skiptir engu þó betri kostir eru í framleiðslu á ragmagni og svo eigum við "þjóðin" að borga tenginguna við landsnetið og væntanlegan kapal út. Mitt atkvæði liggur ekki þarna. Væri mun nær að nýta okkar orku til góðra mála heima við.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2016 | 20:22
Forsetaembættið til sölu?
Gott fólk. Við erum um það bil að velja forseta til næstu fjögura ára. Við erum líka að afnema höftunum!! Þeir sem fylgjast með pólitík í Ameríku vita að sá vinnur sem hefur úr mestu að moða, er sem sagt ríkur eða hefur aðgang að fé, nú eða mikin aðgang að fjölmiðlum. Sá sem hefur aðgan að þessum atriðum báðum hlítur að ná langt að minsta kosti. Ég spyr mig þessarar spurningar, er samband á milli þess að einn frambjóðandi dúkkar upp eftir að fjölmiðlar hafa hampað honum í marga mánuði á undan framboði og getur haft fjölda manns í launaðri vinnu í marga mánuði?? Aðrir verða að treysta að mestu á sjálfboðaliða. Getur verið að samband sé á milli þeirra sem eiga fé (hér og þar í skattaskjólum og vogunarsjóðum) og eins frambjóðandans? Væri nú ekki amalegt að hafa forseta í vasanum ef mikið liggur við og allir vilja kjósa um eithvert mál en þeir vilja það ekki. Kanski er þessi ótti minn ástæðulaus, en eitthvað er skrýtið við framboð sem byrjar á 60-70% atkvæða. Eru þessir sömu fjölmiðlar ekki að gera könnun? Hver reiknar stigin. Skoðanakönnun er skoðunarmynndandi. Menn segja að forseti hafi engin völd, Ólafur Ragnar veit betur og nýtti sín völd eins og alþjóð veit. Dæmi um vinavæðingu forsetans úr hans tíð eru fjölmiðlalögin. Þar var hann að gera góðum vinum greiða ,Jóni og Ingib. Útkoman er þessi dæmalausa saga 365 veldissins og annara fyrirtækja undir sömu eigendum, sem hefur ekkert breyst þrátt fyrir hrunið hjá okkur hinum! Mín spurning er þessi, ef ég á nokkur þúsund miljónir, væri það ekki sterkur leikur að kaupa eitt forsetaembætti fyrir 100 miljónir og geta seinna komið í veg fyrir að ég þyrfti að borga 2000miljónir (tvö þúsund miljónir)í skatt. Góð fjáfesting þar. Við erum að velja til næstu fjögura ára. Hver af þessu frambjóðendum kæmist að niðurstöðu vegna reynslu og hver fengi ráð hjá ??.
25.12.2015 | 16:37
Kærleikur
Gleðileg jól kæru þið. Datt í hug að setjast við tölvuna og skrifa um kærleika. Ekki það að ég viti meira um hann en hver annar. Hann er bara svo frábær. Veit ekki um neinn annan sjóð sem vex við það eitt að veita úr honum. Hann semsagt verður stærri og meiri við það eitt að gefa vaxtalaust úr þessum frábæra sjóði "kærleikssjóðnum" og allir geta verið með og gefa! Það var bankað hjá mér kl 4 á aðfangadag. fyrir utan stóðu þrjú börn nágranna okkar, þeim langaði að gefa mér og konunni minni jólakort og lítin pakka. Ég sagðist ekki vera með neinn pakka fyrir þau, jú það var allt í lagi, þeim bara langaði að gleðja okkur. Vá ef þetta er ekki kærleikur til náungans, hvað þá, þau voru 4 - 7 og 10 ára sirka. Oft finnst okkur að ef gjafir eru ekki stórar eða ekkert er tilefnið, hljóti þetta að vera hællærislegt. Samt finnst flestum gaman að gera gott. Við erum kannski föst í eigin hugsunum og kunnum ekki að segja við næsta mann. hey þú, mér finnst nú bara vænt um þig. Vil bara nota þetta tækifæri til að óska öllum sem ég þekki og líka þeim sem ég þekki ekki, Gleðileg jól og mín stærsta ósk er að allir finni þessa vellíðan sem fylgir því að gefa kærleika og kunna að taka við honum.Vonandi verður næsta ár og öll okkar framtíð sveipuð þessum frábæra sjóði sem öllum stendur opin.
28.9.2015 | 22:55
Ástandsskoðun
Við lifum á undarlegum tímum. Sumir komast upp með að gera ótrúlegar vitleysur og menn bara gleyma því á 4 dögum, aðrir gera enga vitleysu og allir muna það. Þetta er eins og með lygina, það trúa henni allir, mátt alveg segja sannleikan en það breytir engu, engin trúir honum!! Við erum því miður fljót að gleyma og pólitíkin treystir á það. flestir búnir að gleyma að VG og Steingrímur gaf tvo banka, fattaði svo nokkrum mánuðum seinna að það var bannað með lögum, svo hann breytti lögunum afturvirt.Aukaatriði?, veit það ekki hitt veit ég að siðlaust er það. Svo eru það aldraðir, ég man vel þegar umræðan var á þinginu um lífeyrissjóði, þá var þráspurt um hvort ríkið ætlaði að komast hjá því að borga öldruðum ellilaun, nei var svarið, þetta átti að vera auka svo fólk gæti notið ellinnar. Hvílík lygi, lygi sem allir eru búnir að gleyma, enda er kerfið orðið það stórt að það fer allt í þá hít. Við verðum að vinda ofan af þessu, forgangsraða og muna að það eru reglur sem embættismenn eiga að fara eftir. Stundum gæti maður ætlað að kerfið hafi verið stofnað fyrir embættismennina,sjá umfjöllun um fjölfatlaða stúlku sem passar ekki inn í kerfið þeirra í RVK. Þrátt fyrir þetta er fullt af góðum hlutum í gangi, spurning hvort bros og gott skap sé ekki rétta meðalið
3.5.2015 | 21:23
Eru kjaramál lífshættuleg?
Þá stendur hnífurin í kafi. Allir vilja allt og engin vill gefa eftir. Þegar upp er staðið verður sviðið allt "moldarsvað". Ljótur blettur sem engin vill taka ábyrgð á. Hvernig væri að einhver með smá dug komi með raunhæfa tillögu til launafólks. Tillögu sem þarf ekki endilega að vera eins fyrir alla en kosta það sama. Dæmi. Við bjóðu samning til þriggja ára með 4% hækkun árlega eða samtals 12%. Hvert félag ræður svo hvernig þeir aðlaga sína samninga þessum tölum. Ríkið gæti svo komið með útspil til að negla þetta. Nú eða tillöguna hanns Magga P, 350þúsun skattfrjálst,1/2% lækkun vaxta og 7% hækkun launa. Ekki ótrúlegt að þetta gæti gengið og í anda hugsunar um lága verðbólgu. Þó verkföll séu byrjuð vill engin fara í þau, Þetta á auðvitað bara að vera nauðvörn. Talandi um nauðvörn þá er ég ekki að skilja hvernig fólk með sjúkdóma sem getur kostað það lífið fái ekki sjálfsagða þjónustu vegna verkfalla. Það segir sig sjálft að ríkið er ekki að ganga á undan í gerð samninga við sitt fólk á undan frjálsu samningunum, samningum hjá fólki sem vinnur ekki hjá hinu upinbera. Það er hjákátlegt að láta sér detta það í hug, enda er það hin frjálsu markaður sem borgar laun hinna opinberu stétta. Nú er ég ekki á móti kjarabaráttu starfsmanna ríkissins (okkar) en skynsemi verur að ráða för. Getum ekki sett veika og lasburða sem skjöld fyrir suma hópa. Annars er það umhugsunnarefni að þrátt fyrir lækkun aðfluttningsgjalda virðist verð allment ekkert lækka. Getur verið að það hafi aldrei verið meininginn og þetta bara sniðið að versluninni? Það ætti þá ekki að vera neitt mál að borga betri laun. Auðvitað er samhengi í þessu, betri laun, meira verslað, sem ætti að lækka verð og allir fá meira fyrir sinn snúð!!
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2014 | 23:53
Kjarafrekja
Veit ekki hvort menn skilja samhengi hlutana en ef einhver hópur tekur 60 kr. af 100 mögulegum eru bara 40 eftir. Þetta skilja flestir vonandi. Um síðustu áramót samþykktu stórir hópar launamanna 3,8% hækkun launa í trausti þess að það væri skynsamlegt og allir sem áttu ósamið færu sömu leið. En hvað gerðist? Jú, hópar eins og kennarar, sem sannanlega þurftu að fá leiðrétting sinna kjara, vildu hana strax. 27% og engar refjar. Það sem gerðist var að minnsta kosti tvennt. Það hækkuðu skattar á þá sem höfðu samið um rúm 3% og setti línu fyrir aðra hópa að þvinga fram meira en almennt var samið um. Núna eru læknar í skærum og háskóla lið að ráða ráðum sínum. Gott og vel en, þegar hinn almenni launþegi setur fram sínar kröfur í þessum sama dúr,25%, ja þá er eins og það sé alveg sérstök frekja. Þjóðfélagið ræður ekki við svona vitleysu. Hverslags tvískilningur er þetta eiginlega. Allir eru löngu búnir að gleyma að kaupmáttur byggist á verðmætaaukningu, ekki hótunum um vinnustöðvun. Og þá erum við komin að kjarna málssins. Ef 20% fá 60% af kökunni er hætt við vandræðum! Hin hliðin á bættum eða verri kjörum er hlutir eins og skattar. Ég get ekki betur séð en að "kerfið" sé orðið það stórt að við höfum ekki efni á að veita þjónustuna sem kerfið á að veita.Skattarnir eiga að tryggja okkur fyrir skakkaföllum eins og veikindum. Ef við verðum veik og þurfum að nota kerfið kostar það okkur stórpening. Þetta er bara aukaskattur og ekkert annað. Annað dæmi. Nú á að fella niður vörugjöld,í þessum kerfislið eru fjöldi manns sem gera fátt annað en reikna vörugjöld eftir reglum sem engin skilur. Allt í einu er þetta annars ágæta fólk verkefnalaust. Auðvitað á að nota tækifærið og minka kerfið þarna, er þó nokkuð viss um að það fær vinnu annarstaðar í kerfinu. Það er lögmál að halda kerfinu við og stækka ef hægt er!
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2014 | 21:28
Kosningar?
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2014 | 17:33
Hvers er hvurs, nei ekki ég!
Nokkrar fréttir hafa verið að undanförnu um aðila sem reyna að narra börn upp í bíl. Þetta er auðvitað algerlega óhæft. Samt er það skrítið að opinberar tölur segja þetta hafa minkað, "að meðaltali" eða að glæpir almennt séu í lámarki. Hvað þíðir svona í raun, jú prufum þetta á eigin skinni. Útidyrabjallan glymur og þú hraðar þér til dyra, fyrir utan stendur lögreglumaður/prestur og tilkynnir þér að barnið þitt hafi verið svívirt af ókunnum manni. Hann komst undan en málið er í rannsókn. Þú ert beðin að koma upp á spítala þar sem barnið er í rannsókn. Þekki engan sem hugsar núna, "að meðaltali átti ég að sleppa" Þeir ógæfumenn sem fremja svona glæp eru veikir og þurfa aðstoð. Einn svona glæpur er einum of mikið. Það er engin afsökun að við séum blönk eða að þetta var ekki tekið með í síðustu fjárlögum, við verðum að hjálpa þessum einstaklingum þannig að þeir verði afhuga svona sálarmorði. Ætla ekki að hætta mér þangað sem stríð geisa, þar virðist allir vera verðlausir , bæði börn og konur svo maður tali nú ekki um karlana.
Góðar fréttir af væntanlegri stækkun á þjóðarkökunni. Nú er lag að setja lög og reglur til að jafna ýmsa vankanta eins og tolla og gjöld. Það gengur ekki að einhver fái vernd fyrir sína vöru svo verðið haldist hátt eða að mismunandi virðisauki eftir því hvort vara er framleidd hér eða utanlands. Dæmi; prentuð vara innflutt ber 7% VASK en innlend prentun 25,5%. Veit að það verður ekki lækkun svo best væri að allir borgi þá 25,5%. Annað sem væri gráupplagt að gera núna þegar atvinna verðum meiri, að minka ríkisbáknið niður í eðlilega stærð. Gætum byrjað á mannanafnabatteríinu og námsgagnastofnun sem ekkert gefur út og nær ekki að hafa eftirlit með nokkrum sköpuðum hlut. Fleira mæti nefna,síðar.