12.1.2014 | 20:27
Ár og ónotaðir dagar framundan!
Já, nýtt ár mætt á svæðið. Var að hugsa hvort maður ætti að rifja upp væringar um útrásina, en, nei. nenni ekki lengur að ergja mig á því, það mundi engu breyta nema hvað ég færi í vont skap. Nú er það bara næstu skref eins og niðurfelling á fullt af skuldum, uppbygging fyrirtækja og ný hugsun í nýsköpun sem nýtist öllum til góða. Þurfum að vera svolítið opin og til í að fara út fyrir kassann. Ótrúlega sorglegt hvað margir farast í bílslysum, jafnvel bráðungt fólk, sárar en tárum taki. Ef við förum yfir stöðuna þá hafa ekki verið slys á keflavíkurveginum eftir að hann var tvöfaldaður, vitum auðvitað ekki hversu mörgum lífum var bjargað, en allir sem hafa ekið þessa leið geta þakkað fyrir. Þetta er fjárfesting sem borgar sig. Þá kemur upp spurning um aðra vegi á landinu. Ek sjálfur mjög oft um veginn yfir Hellisheiði að Selfoss. Umferðin er oft mjög mikil og fer hratt, þarf ekki mikið útaf að bera til að vandræði gætu átt sér stað. Þó það sé skrítið eru það þeir sem aka of hægt sem valda mestri hættu, það veldur ótrúlegri spennu hjá þeim sem eru fyrir aftan og margir reyna framúrakstur við vonlausar aðstæður. Það þíðir ekkert að segja, voða liggur öllum mikið á, meðalhraði við bestu aðstæður er 97 km, ef allir halda þeim hraða fer engin, eða mjög fáir framúr. Með meðalhraða er ég að tala um 93-99 km. EKKI 85km þar sem ekki er hægt að aka framúr og 110 þar sem tvær akreinar eru, og nú er ég að tala um sömu aðila! Varðandi Hjúkrunarheimilið í Hafnafirði, þeir sem þar búa eru þar vegna þess að þeir þurfa aðstoð við flesta hluti, þeir eru ekki fólk sem hringja í ráðherra eða ráðamenn yfirleitt, þess vegna eiga þeir sem stjórna þessum stofnunum að sjá um að tala fyrir hönd þessa fólks, ekki að binda það bara við rúmið, Skammist ykkar bara. Ef stjórnendurnir geta ekki hugsað um sitt fólk, farið bara að gera eitthvað annað, þessi framkoma er ekki boðleg hundum hvað þá meira. Skora á þá sem málið varða að ganga fram fyrir skjöldu, ekki bara á þessum stað heldur alstaðar þar sem pottur er brotin í umönnun aldraðra.
Uss, nú er ég allt of neikvæður, það er bara að stundum verður maður aðeins að blása. Sýnist reyndar að bjartsýni verði hlutskipti okkar á þessu ári miðað við hvernig atvinnulífið er að lifna við, góðu heilli. Ótrúlegt hvernig ferðamenn þyrpast til okkar og heillast af landinu og fólkinu sem hér býr. Verðu samt að vara okkur á að það verður ekki endalaust 10-15% aukning á ári. Væri gott að skulda ekki of mikið þegar hægist aðeins á! Hvet mig og alla að nota þetta flunkunýja ár til góðra verka.
26.12.2013 | 16:59
Jólin 2013
21.11.2013 | 23:08
Dagurinn í dag
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2013 | 21:12
Umræðan
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2013 | 21:02
Allt í plati!
19.5.2013 | 23:40
Trúmál og siðferði
30.4.2013 | 21:01
Kosningalokinn!!
28.3.2013 | 22:11
Loforð
23.2.2013 | 13:57
Bjartsýni í þjóðinni!
14.2.2013 | 22:13
Stjórnarskráin aftur!
Mjög margir sem ég hef rætt við hafa í raun aldrei lesið stjórnarskrána. Samt vill fólk nýja! Nú er ég ekki að segja að ekki sé í lagi að yfirfara hana, það er sjálfsagt mál. En núverandi stjórnarskrá er býsna góð. Menn hafa breitt nokkrum atriðum vegna vægi atkvæða og slíkt, en að stofni er hún sú sama og í upphafi. Það sem vantar í hana núna er svipað ákvæði og í þeirri þýsku, þ.e. að okkur vantar stjórnlagaráð. Ráð sem fer yfir öll lög áður en forseti undirritar lög. Tékkar á hvort lögin standast stjórnarskránna. Þetta er ekkert smámál því stjórnvöld fara með vald eins og þeir eigi og megi hvað sem þeim dettur í hug. Gott dæmi um þetta eru eignarskattar í víðu samhengi. Að leggja skatt á eign einhvers, er brot á eignarétti. Eignaréttur er einn hornsteinn stjórnarskrárinnar. Ef stjórnlagaráð hefði verið við lýði, gætu stjórnvöld ekki farið fram með þessum hætti. Annað mál í þessum flokki gæti verið lífeyrissjóðir, þar eru allir skyldir til að borga í lífeyrissjóð (verkalýðsfélags) viðurkenndan af stjórnvöldum. Af hverju? Til að ríkissjóður sleppi við að borga ellilífeyrir? Auðvitað, en þá er þetta ekkert annað en eignaupptaka, skattheimta til framtíðar. Nú er það ekki svo að þú eigir þessa peninga, átt aðeins rétt á vissum aurum "ef þú lifir nógu lengi" Það má með rökum segja að það sé skynsemi að spara til elliáranna, mætti jafnvel setja það í lög, en þann sparnað átt þú sjálfur eða þínir eftirlifendur. Ef meðalmaður, sem byrjar að vinna fulla vinnu 22 ára og borgar í sinn eigin sjóð út lífið, getur hann lifað góðu lífi af þeim sparnaði í ellinni. Ef viðkomandi deyr, segjum 75 ára, getur ekkjan haldið sínu lífi áfram án vandræða. Miðað við útkomu lífeyrissjóðina eftir hrun er það engin trygging að hafa slíka sjóði. Hver og einn gæti fundið miklu öruggari sparleiðir. Ég er að segja með þessu að við höfum þetta í hendi okkar ef núverandi stjórnarskrá væri virt. Við þurfum ekki nýja, aðeins smábrettingar eins og þetta með stjórnlagaráð. Einnig getum við ætíð farið með mál sem hæstiréttur hefur dæmt um og við teljum rangan dóm fyrir mannréttindadómstól, eins og þetta með eignaskattinn. Þar var slegið á puttana á hæstarétti. Nú heitir þessi skattur eitthvað annað, en er jafn mikið lögbrot. Það kostar bara fullt að pening, sem ekki er of mikið til af hjá venjulegum Íslending. Umboðsmaður okkar er alveg vopnlaus. Við getum að minnsta kosti velt þessu fyrir okkur, spurt þá sem eru í framboði og svo framvegis. Ef við hlustum á þingmenn og ráðherra, eru þeir aldrei að svara, fara bara hringinn í kringum málið. Þá verður heldur ekki borið upp á þá að þeir hafi sagt þetta eða hitt. Við verðum bara að vera beinskeytt í spurningum okkar!