Jól og jólaminningar, hvert stefnum við.

Kæru bloggunnendur og aðrir lesendur. Jólin eru á næsta leyti. Hátíð ljóssins. Já,hátíð ljóssins, en um hvað er verið að tala. Hvað ljós. Kannski stjörnuna sem vísaði vitringunum veginn. Nei, það er verið að tala um ljós heimsins, frelsarann sjálfan. Hans vegna höldum við jól, gefum gjafir, skreytum jóltré og gerum vel í mat, hittumst og ræðum saman, og gefum börnunum sérstaka athygli. Allt þetta finnst okkur sjálfsagt og eðlilegt. Þá vaknar sú spurning, af hverju vilja sumir útrýma öllu sem kristið er úr skólum,a.m.k. í Reykjavík. Kristindómur hefur verið vagga siðmentar í gegnum aldirnar. Að vísu hafa slæðst þangað óværur eins og dæmin sanna, en það breytir ekki grunninum að kristnum gildum.Þau standa óhögguð og upplýsandi, fögur og lýsandi fyrir hvern þann sem vill tileinka sér þau. Í minni minningu er kirkjan helgur staður, maður gekk hljóður um þetta hús trúarinnar og var ekki með háreisti og mas. Þetta var góð upplifun sem snart hjartað. Þessa tilfinningu vil ég gjarnan að fleiri upplifðu, en hvernig má það vera ef krökkum er haldið frá kirkjunni með boðum og bönnum. Í tækni nútímans, þar sem allt gengur út á hraða og tímaleysi foreldra, væri nú ekki gott að staldra við og hugsa sem svo, hvernig get ég haldið í við tíman en jafnframt sinnt sálinni í barninu mínu. Jú, látum ekki fáeina,háværa einstaklinga  ráða mun meira en þeir ættu, komum þeim skilaboðum áleiðis að við viljum fá kristnifræðslu inn í skólana aftur. Setjum okkur markmið fyrir næsta ár að fara með bænirnar með börnunum á hverju kvöldi. Er ekki í einum einasta vafa að þetta verða góðir einstaklingar. Þegar einhver segir, ég á mína barnatrú, er einmitt verið að tala um þessar stundir á kvöldin, þegar foreldri og barni áttu bænastund saman. Eigið öll gleðileg jól og farsælt ár sem í vændum er.

Að setja sér markmið og vona að allir gleymi þeim!

Þetta gæti verið markmið nr.1 hjá þessari ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem ætlaði að slá SKJALDBORG um heimilin í landinu, þessu markmiði var lítilega breytt í "skjaldborg um peninga sem aðrir tölu sig eiga hjá heimilum í landinu" Mér virðist sem stjórninn sé kominn út í móa ef spurt er um einföld mál eins og brottflutta umfram aðflutta. Grunar að þeir hugsi sem svo, þá fækkar fólki sem er til vandræða hjá Vinnumálastofnun, heimtar bara og heimtar atvinnuleysisbætur,uss uss. Hvað er til ráða hjá okkur maurunum sem eigum bara að þegja og borga. Ef ég gæti bara hækkað launin mín eftir þörfum, væri þetta ekkert vandamál, það er bara ekki staðan eins og allir vita. Hvað gerum við maurar þá, jú, við reynum að hagræða og velja hvað má missa sig,hvað má fresta og svo framvegis. Er þá einhver munur á útgjöldum heimila og ríkissjóðs. Nei, það er nefnilega engin munur, Þá kemur spurningin, af hverju gerir ríkissjóður þetta ekki. Sennilegasta skýringinn er sennilega tengslanet hagsmunaaðila, ótti við útkomu í kosningum og það sem er sennilega stæsti þáttur, nefnilega vöntun á yfirliti yfir það sem ríkissjóður er að vasast í. Dæmi um þetta; (tek fram að þeir sem vinna þarna eru örugglega bara að vinna sýna vinnu vel).Tökum mannanafnanefnd. Hún á að ákveða hvort nöfn geti fallið að Íslensku. Einn íslenskufræðingur gæti gefið álit á hvort viðkomandi nafn falli að íslensku eða ekki. Gæti verið sérverk hjá einhverjum 10-15 klukkustundir í mánuði. En vit menn, um þetta er heil stofnun í dýru húsnæði með fjölda manns og forstöðumann í vinnu. Hvað bruðl er það? Annað dæmi gæti verið Námsgagnastofnunn t.d. Þeir eru löngu hættir að gefa út námsefni. Þar gætu tveir til þrír menn innan ráðuneitis unnið það sem þarf að vinna, í staðin eru þrjátíu fjörtíu manns í húsnæði sem kostar 400 milljónir á ári!!!! Get auðvitað nefnt mörg önnur dæmi, en svona fara maurarnir að, þeir finna óþarfan og annaðhvort minka hann eða skera burt. Auðvitað verður einhver reiður og skektur en hvað þá um greiðendurnar>maurana< hafa þeir ekki rétt til að ákveða að þeir vilji ekki borga fyrir svona óráðsbull.Viðurkenni að það er auðveldara um að tal en í að komast, verðum þó að byrja einhverstaðar.  Þess vegna legg ég til að eftirfarandi markmið verði sett. Setjum okkur bara markmið sem við ætlum að standa við, og stöndum svo við þau! Ekki flókið. Fyrst markmið sem maurar ættu að setja sér er að "aldrei að kjós vinstra megin í pólitík" Það hefur komið í ljós að þeir halda að peningar vaxi á trjánum.  Orðskýring; Maurarnir nota ég um venjulegt fólk sem borgar sýnar skuldir möglunnarlaust og er ekki að trana sér fram, en allt þjóðfélagið er á bakinu á því á einn eða annan veg með sköttum og öðru vinnuframlagi!

Mottó dagsins; Að hlusta á fólk, þannig lærum við það sem er fyrir framan nefið á okkur, skilning á högum annara!!


Að velta vandanum og vona að hann hverfi!

Mér datt í hug þegar tillaga kom um að gjaldeyrishöftin yrðu framlengd til 2015, er mönnum ekki sjálfrátt. Ekki það að auðvitað þarf að fara að öllu með gát, en það er bara engin metnaður í þessum tillögum. Ég vil meina að þarna sé verið að koma vandræðum þessarar aumu ríkistjórnar á annarra herðar, næstu ríkisstjórn. Eðlilega hefur niðurstaða Icesave kosninga áhrif. Ef meirihlutinn segir nei getum við aflétt gjaldeyrishöftunum fyrr, kannski 2012-13. Ef niðurstaðan er hinsvegar já verður höft og vesen næstu 25-30 ár. Vont mál að sannleikurinn sé hulin flestum landsmönnum. Íslendingar almennt hafa sterka réttlætiskennd og vita hvað er rétt og hvað er órétt. Menn eru bara orðnir þreyttir á að stjórnkerfið geti ekki ráðið við þetta, frekar en annað.                                                                                                         Ef einhver dugur væri í ráðamönnum kæmu þeir sjálfir fram og segðu "þetta er ekki rétt,okkur ber ekki að greiða þetta og munum nú tilkynna bretum og hollendingum það" En þess í stað leggja þeir hitt og þetta til við landsmenn! Meira að segja þegar ráðherra er uppvís að lögbroti er að hámarki sendur aðstoðarmaður til að svara fyrir það. oftast bara gefið langt nef. Talandi um lögbrot, þar sem ég var sjálfur í framboði til Stjórnlagaþings,halló. Þetta átti að vera stofnun sem kæmi með nýja stjórnarskrá. Þeirra fyrsta verk er að hundsa úrskurð hæstaréttar bara með því að ljá máls á áframhaldandi setu á þinginu. Hæstiréttur er einn af þremur stoðum lýðræðisins. Niðurstaða Stjórnlagaþingsins eftir svona stórt brot verður bara óskaniðurstaða forsetisráðherra í besta falli! Þeir eru ekki fulltrúar fólksins lengur, heldur meirihluta þingsins. Þessi ólánsstjórn ætti að sjá til sólar eftir tvö lánlaus ár og finna sér önnur verkefni. Láta nýja stefnu komast að og fara að vinna sig útúr vandanum í stað þess að auka við hann. Mín tillaga er að efnt verði til kosninga. Grunar að þeir sem kusu þessi ósköp yfir okkur sjá nú að þetta var bara skot í eigin löpp.


Hvað er með skattana, vaxa þeir á trjánum?

Oft furðað mig á þessu hugtaki,"vinstri" Þetta er ekki annað en stefna sem skilur alls ekki hvernig verðmæti verða til. Hef áður upplifað vinstri stjórn á minni vinnuæfi. Það er alltaf eins,sama munstrið. Atriði númer eitt,skattar eru of lágir,hækkum skatta og útdeilum svo fénu til sumra. Svo segja þeir,við vorum að jafna kjörin, nú hafa það allir jafn skítt,ja,nema okkar fólk auðvitað, en það er nú búið að halda þeim svo lengi frá kjötkötlunum! Sanngjarnt að okkar fólk sé mun jafnara en aðrir. Það sem er nú það grátlega í þessu er að mjög margir sjá þetta bara ekki, þeir sem sjá þetta og geta snúið við blaðinu, gera það ekki vegna eigin hagsmuna. Engu líkara en það sé engin yfirsýn yfir málefni lands og þjóðar. Ráðnir embættismenn gefa jafnvel ráðamönnum langt nef. Ofan á þetta bætist svo allskyns skranbíti milli flokka eins og EU,varnarmálaskrifstofa og fl. Tökum annað sorglegt dæmi. Hátæknisjúkrahúsið, símapeningarnir áttu að fara í það að hluta, vegna hrunsins eru þeir peningar ekki lengur til staðar, væri þá ekki gott mál að fresta þessari byggingu, nota allt tiltækt fé í annað meira aðkallandi, enda getum við varla rekið það sem er þó starfandi. Nei takk, hvaða vitleysa er þetta í þér guðmundur, búið að ráða fólk sem vinnur við þetta verkefni á fínum launum. En svona í alvöru talað, það eru fengnir arkitektar til að breyta öllu og koma með nýja sýn, "Arkitektar frá Danmörk" hafa þetta almennilegt! Þegar menn fóru að rína í gömlu teikninguna var hún bara of dýr. Einhverju snillingi datt í hug að taka bara bílakjallarann í burtu, það sparað fullt. Svo var þessu breytt, þá sagði einhver, en bílarnir, hvar eiga þeir að vera, Úpps, vandræði. Manni liggur við gráti yfir vitleysunni.  Hefur engum dottið í hug að hátæknisjúkrahús eru víða um heiminn.Teikningar af þeim hátæknisjúkrahúsum eru komnar með reynslu, þyrfti bara að staðfæra þær, fengju þær á sportprís. En, nei, við þurfum sífalt að finna upp hjólið, aftur og aftur. Umfram allt verðum við að hugsa heilstætt. Ekki endilega það að við eru 300 þús. heldur höfum við x tekjur sem er til skipta, þ.e.þjóðarkakan. hvernig viljum við nota hana. Vinstra bullið vill bara alla kökuna. ég segi, notum kökuna til að búa til það stóra köku, að allir geti fengið bita. En þá verður v.bullið að dragi sig til hliðar, út fyrir hliðarlínu og láta aðra spila leikinn. Efast þó stórlega að það gerist, enda, hvað þurfa þeir að hlusta á þjóðina, þjóðin kaus þau, var það ekki?


Úrslit

Úrslit eru klár, ég komst ekki inn, enda aldrei verið í silfri Egils. Úrslitinn sýn mér hinsvegar að 65%þjóðarinnar stendur eiginlega á sama um sjálfan sig og börnin sín. Það var viðbúið að ef þátttaka væri léleg, kæmust bara þekkt andlit inn. Sú var raunin. Ég fullyrði að það var fullt af flottum málsvörum fyrir alla Íslendinga í framboðshópnum, fólk sem hefði gert góða hluti fyrir okkur öll. Ég er hinsvegar ekkert farin neitt. Ef útkoma stjórnlagaþingsins verður eins og margt bendir til, í þágu sumra,en ekki allra, væri betur heimasetið. Tóninn kom með yfirlýsingu um að fyrst ætti að laga smá og halda svo áfram með þingið til frekari yfirferðar í nokkur ár(Þorvaldur Gylfason). Ég vil meina að það sé hægt að klára þetta á 2-4 mánuðum, skammlaust, enda búið að vinna forvinnuna. Hitt er annað mál eins og ég hef sagt áður opinberlega, þetta er auðvitað arfavitlaus tími fyrir þessa endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er verið að neita börnum sem geta ekki svarað fyrir sig um sjálfsagða heimaþjónustu sem kostar 60-80 miljónir. Bara þjóðfundurinn kostaði 100 miljónir. Stjórnlagaþingið gæti kostað, með öllum sérfræðiálitunum sem eiga eftir að koma að minnsta kosti 1000 miljónir. Minni á að 3.herb.íbúð kostar 20-25 miljónir! Það var ein ástæða þess að ég bauð mig fram, óttaðist að ef flokkarnir fengju völd á þinginu og gerðu beitingar á stjórnarskránni fyrir sig. Það vildi ég koma í veg fyrir. Vona þó svo sannarlega að út úr þessu komi skynsemi og mannelska, öllum til hagsbóta.


Stjórnarskrá og Ísland

Heldur meiri þungi er að færast í umræðuna um stjórnlagaþingið og fyrir hvað þetta er allt saman. Er búinn að tala við ótal marga sem segja, þetta er svo flókið,ég er ekkert að fara að kjósa. Sannleikurinn er að það er ekki flókið að kjósa, það sem er erfitt er að velja kandídata. Ein sagði mér í dag að hann hafi ákveðið að taka tíma í þetta á fimmtudaginn. Hann kom úr vinnu kl 4,30 og settist fyrir framan tölvuna "til að kynna sér stefnumál frambjóðenda" Það er skemmst frá því að segja að kl 12,30 um kvöldið hætti hann og var þó bara búinn með hluta. Hann ákvað að kjósa þá sem hann var búinn að skrifa niður og láta gott heita. Eftir sem áður hef ég mikla trú á að við fáum gott fólk á þingið. Þeir sem ég hef hitt lofa góðu. Það er verið að taka upp viðtöl við hvern og einn á RUV og þegar það verður komið á koppinn,geta menn bara klikkað á nafn í tölvunni og fengið viðkomandi upp á skjáinn. Þetta er að vísu bara talmál,ekki sjónvarp, en til bóta held ég.  Mér sýnist að mínar hugmyndir um að breyta stjórnskipuninni gæti átt möguleika. Allavega eru nokkrir sem eru á sömu línu. Enda,ef menn pæla í þessu, hvað er þingið oftast að gera, jú, tala um sjálfa sig og koma höggi á hina sem ekkert geta. Kannast einhver við þessa lýsingu? Ef farin er forseta leiðin.þ.e.a.s. kjósa forseta beint, jafnvel í tveim umferðum, fáum við sterkan leiðtoga. Forsetin skipar ríkisstjórnina. Ef hann er vinstri maður og meirihluti alþingis er hægri,verður erfiðaðra að koma málum í gegn um þingið, þingmenn verða hinsvegar ekki eins háðir kjördæmum ef landið er eitt kjördæmi og hver kjósandi er með eitt atkvæði, það er deginum ljósara. Þá mmunu þeir greiða atkvæði á þinginu eftir málefnum,ekki flokkslínum. Litlir flokkar,sem í dag hafa allt of mikil völd miðað við stærð,ættu ekki lengur upp á pallborðið. Línur munu skírast og festa kemur í stað glundroða. Ég spyr sjálfan mig,hvað þarf til svo þjóðfélagið geti þrifist um ókomnar aldir. Ætli það sé ekki "festa" eða  vissa að á morgun komi nýr og góðu dagur,dagur sem mig kvíði ekki heldur tek ég fagnandi á móti honum með brosi á vör. Er alls ekki viss um að þetta sé besti tíminn til að fara í stjórnarskránna, en það er búið að ákveða það,brettum þá upp ermarnar og vinnum verkið með sóma, öllum til hagsbóta, jafnt landi sem og þjóð.

Kirkjan og stjórnarskrá

Nokkrar umræður hafa verið um hvort þjóðkirkjan eigi að vera þjóðkirkja áfram. Ekki veit ég hvar sú umræða hófst eða hvers vegna. Hugsanlega vegna leiðinda mála sem ekki sæma þjónum kirkjunnar. Fer ekki að afsaka það. Það hefur hinsvegar ekkert með að gera, hvað kirkjan stendur fyrir. Kirkjan stendur fyrir visku og kærleik. Menn sjá þetta misvel eins og gengur,en ég held að flestir viti þetta í hjarta sýnu. Við vitum að þegar verulegir erfiðleikar steðja að,eins og veikindi og sorg, förum við með bænir og leitum huggunar. Þetta haldreipi væri mistök að fjarlægja, en það væri hætta á því ef kirkjan væri ekki þjóðkirkja lengur.

„Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.”

 

Þetta er þessi grein í stjórnarskránni. Ef þessu á að breyta þarf meirihluti þjóðarinnar að samþykkja, ekki eins og nú er að þessu mætti breyta með lögum. Það er hreinlega of mikið í húfi. Nú geta menn ekki gefa sér að ég sé á móti öðrum trúarbrögðum,alls ekki. Skólar hafa farið yfir flest stærri trúarbrögð, bara gott mál. Sjálfur hef ég komist að því að öll trúarbrögð kenna okkur að elska náungan. Það verða alltaf til öfgar,þar sem öfgasinnar gefa sér niðurstöðu sem hentar þeirra lífsstíl og áætlum. Þetta á við öll trúarbrögð. Flestir kjósa þó að lifa í friði við sjálfan sig og aðra. Er ekki ein hlið viskunnar að líka við sjálfan sig til að kunna að líka við aðra.


Númerakosningin

Jæja, eru ekki allir búnir að fá númerið sitt. Jú jú, allir sem eru í framboði til stjórnlagaþings. Fimmhundruð og tuttugu manna hópur. 25-31 verða valdir. Jafnt konur sem karlar. Nú þarf landinn að fara yfir öll nöfnin og gera upp hug sinn. Hefði nú ekki verið betra að þeir sem það kjósa, gætu bara farið á netið, skoðað frambjóðendur þar, merkt við líklega og sett þá í möppu, valið síðan úr því. Gætu verið að þessu í nokkra daga og þegar kjörstaðir verða opnaðir á netinu, segjum 3 dögum fyrir síðasta kjördag,væru allir sem ætla að nota netið sent inn númer sinna manna. Þá hefðu þeir sem mæta bara á kjörstað gott olnbogarími til að klára þetta án þess að standa í biðröð.

Annars er mér hætt að lítast á blikuna ef ráðamenn þjóðarinnar eru sífalt að koma með glósur um hvað þetta þing á að gera og hvað ekki. Ég færi þarna algerlega með óbundnar hendur og vilja til að gera stjórnarskrá fyrir alla Íslendinga. Það eru örugglega sumir sem telja að sitt olnbogarími þurfi að vera meira en annarra, svo er auðvitað ekki. Við erum öll fólk með sjálfstæða hugsun og getum vel séð um okkur sjálf á meðan það meiðir engan annan. Við viljum heldur ekki að aðrir meiði okkur. Um það snýst þetta allt. Frelsi til hugsunar og athafna í sátt við allt og alla.


Stjórn og stjórnarskrá

Við sáum í fréttum fólk koma og þiggja matargjafir í stórum stíl,mörg hundruð manns. Hér er sannarlega eitthvað að. Við öflum tekna pr. mann sem er með því hæsta í heimi, samt eiga fjöldi manns ekki salt í grautinn. Að auki eru þessar matargjafir gefnar af góðu fólki sem lætur sér ekki muna um að gefa af sjálfum sér og eignir sýnar til þurfandi. Skoðum þetta aðeins. Í stjórnarskránni segir að sá sem ekki kemst af skuli getað sótt aðstoð til hins opinbera. Við skulum ekki gleyma að þessi stjórn kennir sig við félagshyggju. Nú,hvað gerist,jú, svipað og fá tíu gesti og bjóða þeim að fá sér sæti,nema sætin voru bara sjö. Útkoman,einhver verður útundan og menn fara að rífast innbyrðis. Stjórnin fer bara að dunda við eitthvað annað eins og  hvar megi hækka skatta, já og hvernig bjarga megi efnahag flokka og hvar setja megi vini í vinnu. Veit svo sem að þingmenn mótmæli mér með þetta, en þá spyr ég, af hverju eru menn ekki að einhenda sér í vandamálið. Eins og það skipti engu máli hvort fleiri hundruð manns þurfi sífelt að lítillækka sig með því að vera "þurfandi" Það er bara óásættanlegt.

Ég hef gefið kost á mér til stjórnlagaþings í þeim tilgangi að koma að stjórnarskrá sem er mannelsk. Ekki neikvæð. Eignarrétturinn verður að taka tillit til allra, ekki bara fjármagnseigenda. Og mín skoðun er sú að engar breytingar megi gera á stjórnarskrá nema með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta mun að vísu standa í ráðamönnum, kannski vegna þess að þeir vilja ekkert að þjóðin sé að skipta sér af því hvernig þeir koma málum fyrir. Við þjóðin vitum hinsvegar hvað við viljum.Þ.E.A.S. stjórnvöld sem vinna fyrir okkur,ekki flokkana!


Stjórnarskráin og við

Stjórnarskráin tryggir okkur ákveðin réttindi eins og að ekki megi gera upp á milli manna vegna trúarskoðana,litarháttar,stjórnmálaskoðana og fl. Það sama á við hvort sem þú ert rík/ur eða fátæk/ur. Þess vegna er það sorglegt að stundum virðist sem þeir sem minna mega sýn, geti étið það sem úti frís. Núna er ég að tala um hreppaflutninga á eldra fólki. Fólk sem hefur verið í sinni sveit frá unga aldri. Nú skal það fara á allt annan stað á landinu,allt í þágu ...einhvers!           Skáldið Bjarni Ásgeirsson orti;  

Musterisins múra

 Marka reginfjöll

Glitvef gróðurskúra 

geislar skreytta höll. 

Gólf hins gróna vallar

grænu flosi prýtt. 

 Hvelfing glæstar hallar

heiðið blátt og vítt.

                                                                                                                                                                                                                                                                                                 og síðar

Hér er helgur staður 

hér sem lífið grær 

Íslands æskumaður

Íslands frjálsa mær     

    

Lífið er sem sagt ótrúlega miklu miklu meira en  fjárhagsáætlun og bankahrun. Það er engin tilviljun að fólk sem dvalið hefur í tugi ára utanlands,vill gjarnan snúa heim síðustu æviárin.  Þar liggja ræturnar sem toga. Þar er musterið sem við leituðum að. Auðvitað á þetta líka við um þingmenn og ráðherra. munurinn liggur í að nokkrir hafa skammtað sér ríkulegri eftirlaun,vegna þess að þeir gátu það í krafti embættis síns. Stjórnarskráin á að tryggja að allir hafi nóg til hnífs og skeiðar og á þessu þarf að skerpa. Ég get ekki séð réttlæti í að sumir fái margföld lífeyrisréttindi bara vegna þess að þeir unnu vinnuna sína. Sumir segja slælega. Þegar menn og konur fara á eftirlaun, eiga allir að geta lifað síðustu árin með reisn,reisn er sæmir fólki sem skilað hefur ævistarfi til komandi kynslóða.  Þetta ljóð sýnir tign landsins. Sýnum eldra fólki og öryrkjum sama sóma.

                                                                                                          


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband