Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
17.5.2024 | 14:56
Forsetinn_bókun 35_og orkupakki 4
Alltaf styttist í forsetakjör og menn gera upp hug sinn hvað eigi að kjósa. Nú eru búnir að vera nokkrir kynningafundir með frambjóðendum. Sitt sýnist hverjum og hver heldur með sínum manni/konu. Hef verið að hlusta og mynda mér skoðun um hvern og einn. Það sem ég áhyggjur af er auðvitað valdaafsal þingssins. Þá er spurning hvað hver og einn gerði í erfiðri stöðu. Það dugar ekki fyrir mig að frambjóðendur segi að einhver annar eigi að gera þetta eða hitt. Verð að vita fyrir kosningar við hverju megi búast. Get ég átt von á að sá sem lagði fram tillögu um bókun 35 sé allt í einu á móti, er ég viss um að nógu margar undirskriftir berist til að skora á forseta að skjóta einhverju máli til þjóðarinnar. Þetta vill ég vera með á hreinu fyrir ákvörðun um næsta forseta. Einn frambjóðandin nefndi að hún mundi stöðva sölu á Landsvirkjun, eftir bókun 35 skipti álit forseta engu máli því bókun 35 væri í höfn og ESB lög giltu ofar Íslensku stjórnarskránni!! Óhugnalegt.Orkupakki 4 er handan við hornið, sama sagan þar, við ráðum engu um okkar orkumál en eigum að taka ábyrgð á að taka niður ónýtar vindmillur, hafa alltaf tiltækt rafmagn fyrir þá ef það kemur logn. Það ætlar engin að spurja Norskan almeninng hverni þeim líður undir ofríki ESB. Ef ég legg þetta saman og met áhættu þá er engin frambjóðandi sem hefur bein í nefinu nema einn. Þessi frambjóðandi hefur ætíð svarað öllum spurningum beint, það virðist lenska hjá öllum að segja ja,sko í stað já eða nei. Fellur undir ákvörðunarfælni. Fyrir mig þá kemur bara eitt nafn upp sem segir já eða nei, ekki sjáum til eða ja, sko. Þetta er auðvitað Arnar Þór Jónsson Hann hefur það sem þarf til að klára verkið. Vel lesinn,víðsýnn,vandvirkur,skemmtilegur og óhræddur að segja nákvæmleg það sem þarf, að auki kann hann stjórnarskránna utan að. Er í engum vafa að hann muni ganga vel að vinna með þinginu og þingið mun vita að stjórnarskráin er heilagt vé(griðarstaður) Þeir sem en eru að hugsa sinn gang og aðrir að kynna sér þessa þætti sem ég viðra hér, lít á þetta sem uppskrift fyrir framtíðina, þar gæti spurninginn verið frá barnabörnum þessi, af hverju gerði engin neitt??
8.5.2024 | 20:52
Nýr forseti
Jæja, aftur er kosið til forseta. Hluti af lýðræðinu sem við höldum en að hluta. Höfum að vísu misst stóra sneið með orkupakka 3 og nú er verið að reyna að gefa marga firði sem "þjóðin á".Næst er bókun 35 sem gera okkar lög ómerk ef þau stemma ekki við ESB lögin, ESB lög skulu vera ofar okkar lögum. Nú þurfa menn að finna út hvað á að kjósa. Örugglega allt ágætis fólk en hefur misjafnan bakgrunn.Þá kemur spurningin hvað vantar okkur sem þjóð sem nýr forseti gæti gert fyrir okkur sem þjóð. Jú svarið er augljóst, við erum ekki með stjórnlagaþing sem yfirfer öll lög áður en þau eru staðfest. Svipað og Þýskaland hefur.þ.e. athugar hvort lögin standist STJÓRNARSKRÁ. Allir frambjóðendur hafa sagt að ef nógu margir biðja um það eða 30-40 þús. manns þá muni viðkomandi skoða málið. Ein undantekning er að einn frambjóðandi segist fara yfir lög frá þinginu ÁÐUR en hann skrifar undir löginn. Hann er löglærður og fyrrum dómari sem sagði starfinu lausu til að gera gagn fyrir þjóðina. Engin frambjóðandi annar hefur sagt hvernig hann ætlar að taka á þessum málum, bara að þeir muni skoða málið.
Er auðvitað að tala um ARNAR ÞÓR JÓNSSON
Hann kom inn sem varamaður á þingið í viku í senn. Akkúrat þá kom bókun 35 en okkar maður hélt þvílíka ræður að tillaga um bókun 35 var dregin til baka og sett í salt. Ef einhver annar verður kosin forseti kemur þetta aftur og rennur í gegn!!
Ætla ekki að ræða núna um hvernig menn geta fengið niðurstöðu í könnunum áður en menn fá að kynna sig en eitthvað hallar á hlutleisti þar. Minni á upphlaup til hjálpar sínum manni varðandi gjafagjörning Dags og lóðir olíufélagana.
Svo nú er að líta inná við og hlusta á sitt eigið hjarta, sjálfur stóð ég ásamt 170 mans framan við alþingi og mótmælti orkupakka 3 og hugsaði, er öllum alveg sama um verðmæti landsins og hag barnanna okkar. Þetta blogg er smá tilraun til að vekja alla til góðra verka.
Kjósum Arnar þór jónsson okkur til heilla!!!
25.12.2015 | 16:37
Kærleikur
Gleðileg jól kæru þið. Datt í hug að setjast við tölvuna og skrifa um kærleika. Ekki það að ég viti meira um hann en hver annar. Hann er bara svo frábær. Veit ekki um neinn annan sjóð sem vex við það eitt að veita úr honum. Hann semsagt verður stærri og meiri við það eitt að gefa vaxtalaust úr þessum frábæra sjóði "kærleikssjóðnum" og allir geta verið með og gefa! Það var bankað hjá mér kl 4 á aðfangadag. fyrir utan stóðu þrjú börn nágranna okkar, þeim langaði að gefa mér og konunni minni jólakort og lítin pakka. Ég sagðist ekki vera með neinn pakka fyrir þau, jú það var allt í lagi, þeim bara langaði að gleðja okkur. Vá ef þetta er ekki kærleikur til náungans, hvað þá, þau voru 4 - 7 og 10 ára sirka. Oft finnst okkur að ef gjafir eru ekki stórar eða ekkert er tilefnið, hljóti þetta að vera hællærislegt. Samt finnst flestum gaman að gera gott. Við erum kannski föst í eigin hugsunum og kunnum ekki að segja við næsta mann. hey þú, mér finnst nú bara vænt um þig. Vil bara nota þetta tækifæri til að óska öllum sem ég þekki og líka þeim sem ég þekki ekki, Gleðileg jól og mín stærsta ósk er að allir finni þessa vellíðan sem fylgir því að gefa kærleika og kunna að taka við honum.Vonandi verður næsta ár og öll okkar framtíð sveipuð þessum frábæra sjóði sem öllum stendur opin.
26.12.2013 | 16:59
Jólin 2013
19.5.2013 | 23:40
Trúmál og siðferði
29.1.2013 | 20:43
Ekki meiri Icesave...
Eftir tvo daga frá dómsuppkvaðningu er þetta að verða hjáróma. Svo mikið er talað og skrifað um þetta mál. En, auðvitað eigum við að vera keik og ánægð. Ég og margir stóðum í kulda og trekki til að koma þessu máli á þann stað sem það endaði. Svona getur samtakamáttur áorkað miklu. Við getum lært ýmislegt af þessu ef við viljum. Að öllu jöfnu er ég þeirrar skoðunar að betra er að semja um hluti, versus að nota hnefaréttinn. Hitt er, ekki verður við það unað að annar samningsaðilinn noti fantabrögð. Þá er tími til að henda góðum vilja út um gluggann og nota þau löglegu vopn sem gefast. Hjá okkur var það einfaldlega þjóðin sem sagði "nei" við borgum ekki og gáfum fingur. ESA fór þá í mál í umboði EU og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Sem betur fer sáu dómarar réttlætið, þrátt fyrir að ég reikna með þrístingi frá þessum aðilum. Annars er það íhugunarefni að þegar við deilum við breta, höfum við oftast betur. Það er semsagt ekki endilega sá sem er mest ógnandi,með flottustu vopnin og miklu stærst á margan hátt, sem vinnur. Spurningin er að vera heiðarlegur en ákveðin, nota ekki hrottaskap, heldur réttlæti að vopni. Það er örugglega ekkert gaman fyrir breta og Hollendinga að tapa sífellt fyrir okkur(), og en síður er skemmtilegt fyrir venjulegt fólk sem tapaði sparifé sínu við hrun bankanna. Menn hafa þó bent á að tilboðið sem bankinn kom með var of góður til að vera sannur. Um þetta var skrifað, bæði í bretlandi og Hollandi fyrir hrun bankanna. Allavega, nú erum við á þeim stað að getað tekið risaskref framá við. Strax eftir næstu kosningar kemst loks á langþráð bjartsýni í landan. Ekki seinna en vænna. Sjálfsagt verða mörg mál sem menn deila um, en vonandi verður það innríkismál, má sem við getum sjálf leitt til líkta.Að lokum langar mig að segja um breta, mun ætíð nota lítin staf hér eftir í þeirra nafni!
10.1.2013 | 22:10
Kosningaár eða ár valfrelssis!
23.12.2012 | 10:06
Jóla-naflaskoðun
Jæja, eru ekki jólin kominn aftur, og nýbúinn. Við erum hér en þrátt fyrir hrakspár um endalok alls. Það má vel vera að þessu ljúki einhver tíma, en hver hefur svo sem sloppið lifandi frá þessu lífi. Við fæðumst,lifum og deyjum. Spurningin er þarna á milli. En, þar sem engin endalok komu, er þá ekki upplagt að líta framtíðina sem annað tækifæri. Tækifæri til að gera góða hluti fyrir okkur sjálf og aðra. allt sem við upplifum er ævintýri, njótum. Hætta að saka aðra um að vera ekki á sömu skoðun og við sjálf, líta með opnum hug, allt sem fyrir augu ber. finna sanngjarna og heiðarlega leið út úr þrasi og eigin egói. Við heyrum stundum af því að óheiðarlegir kónar ræna hjálparsamtök og þá sem eiga að njóta aðstoðar, ekki getum við bara hætt að hjálpa þess vegna, við finnum leið framhjá þessum köppum og komum aðstoðinni á réttan stað. Sé ekki að það sé munur á þessu og daglegu lífi á Íslandi, þar sem allt, allt of margir hafa ekki í sig og á. Þeir sem tóku matinn frá því fólki ætti að halda sig fjarri eða bjóða fram aðstoð. "Þeir vita sem eiga hér sök" En eins og ég sagði er þetta tími naflaskoðunar hjá hverjum og einum. Undirritaður er ekkert undanskilinn frekar en aðrir. Það er mín einlæga ósk að allir upplifi helgi jólanna, hver á sinn hátt, og munum að það er ekki gjöfin sem skipti máli heldur hugurinn á bak við gjöfina. Gleðileg jól kæru vinir.
7.11.2012 | 21:47
Að hafa skoðun, eða ekki skoðun!
24.12.2011 | 10:46