Kosningaár eða ár valfrelssis!

Nú um stundir fara að koma þessi kosningaórói í flokka og menn. Allir hafa rétt fyrir sér og allir hafa bestu lausnina. Svona erum við bara. Haldið það sé munur! Nokkrar umræður hafa verið um hvort halda skuli samningunum eða segja þeim upp. Mín skoðun er að við eigum að standa við samninga sem við höfum gert, að sjálfsögðu. Þeir sem ekki stóðu við þessa samninga eru aðallega stjórnvöld, og stjórnkerfið allt. Hagfræðingur seðlabankans skammast út í þessa samninga vegna þess að þeir valda aukinni verðbólgu. Hvað með vaxtahækkanir, skattahækkanir, hækkanir á lyfjum, hækkanir á komugjöldum, og svo má lengi telja. Já og hvað með mörg hundruð þúsunda hækkanir hjá mönnum eins og þessum hagfræðingi og hans yfirmönnum. Veit ekki betur en Seðlabankastjóri hafi farið í mál við bankann til að lofta sínum launum upp. Svo er það hin hliðin á þessum pening, "verðtryggingin" Þessi heilaga kýr sem ekki má líta í áttina til hvað þá meira, ef einhverjum dettur í hug sanngirni. Allar þessar hækkanir hins opinbera koma sem aukabónus fyrir bankana, á kostnað lánþega. Man ekki betur en í umræðunni á sínum tíma um verðtryggingu hafi menn verið að tala um vextina, ekki höfuðstólinn, að öðru leiti en því að hluti vaxta áttu að leggjast við höfuðstól. Þetta varð svo túlkað sem almenn verðtrygging fyrir alla upphæðina auk vaxtanna! Í tilefni kosninga skora ég á alla sem geta skrifað, að senda inn fyrirspurn til frambjóðenda hvaða augum þeir líta þetta, og hvað þeir ætla að gera. Þess meiri umræða sem verður um verðtrygginguna, aukast líkur á réttlátri niðurstöðu. Ekki gleyma að það sem fólk átti í sínum eignum, fluttist til bankana vegna verðtryggingarinnar, með hjálp ríkisstjórnarinnar. Minni á að ef engin gerir neitt, breytist ekkert. Ef við notum þetta tækifæri til breytinga, á jákvæðum nótum, tekst okkur að hífa okkur útúr vandræðum og koma niður standandi. Það hlýtur að vera gott markmið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband