Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.6.2016 | 20:22
Forsetaembættið til sölu?
Gott fólk. Við erum um það bil að velja forseta til næstu fjögura ára. Við erum líka að afnema höftunum!! Þeir sem fylgjast með pólitík í Ameríku vita að sá vinnur sem hefur úr mestu að moða, er sem sagt ríkur eða hefur aðgang að fé, nú eða mikin aðgang að fjölmiðlum. Sá sem hefur aðgan að þessum atriðum báðum hlítur að ná langt að minsta kosti. Ég spyr mig þessarar spurningar, er samband á milli þess að einn frambjóðandi dúkkar upp eftir að fjölmiðlar hafa hampað honum í marga mánuði á undan framboði og getur haft fjölda manns í launaðri vinnu í marga mánuði?? Aðrir verða að treysta að mestu á sjálfboðaliða. Getur verið að samband sé á milli þeirra sem eiga fé (hér og þar í skattaskjólum og vogunarsjóðum) og eins frambjóðandans? Væri nú ekki amalegt að hafa forseta í vasanum ef mikið liggur við og allir vilja kjósa um eithvert mál en þeir vilja það ekki. Kanski er þessi ótti minn ástæðulaus, en eitthvað er skrýtið við framboð sem byrjar á 60-70% atkvæða. Eru þessir sömu fjölmiðlar ekki að gera könnun? Hver reiknar stigin. Skoðanakönnun er skoðunarmynndandi. Menn segja að forseti hafi engin völd, Ólafur Ragnar veit betur og nýtti sín völd eins og alþjóð veit. Dæmi um vinavæðingu forsetans úr hans tíð eru fjölmiðlalögin. Þar var hann að gera góðum vinum greiða ,Jóni og Ingib. Útkoman er þessi dæmalausa saga 365 veldissins og annara fyrirtækja undir sömu eigendum, sem hefur ekkert breyst þrátt fyrir hrunið hjá okkur hinum! Mín spurning er þessi, ef ég á nokkur þúsund miljónir, væri það ekki sterkur leikur að kaupa eitt forsetaembætti fyrir 100 miljónir og geta seinna komið í veg fyrir að ég þyrfti að borga 2000miljónir (tvö þúsund miljónir)í skatt. Góð fjáfesting þar. Við erum að velja til næstu fjögura ára. Hver af þessu frambjóðendum kæmist að niðurstöðu vegna reynslu og hver fengi ráð hjá ??.
12.2.2014 | 17:33
Hvers er hvurs, nei ekki ég!
Nokkrar fréttir hafa verið að undanförnu um aðila sem reyna að narra börn upp í bíl. Þetta er auðvitað algerlega óhæft. Samt er það skrítið að opinberar tölur segja þetta hafa minkað, "að meðaltali" eða að glæpir almennt séu í lámarki. Hvað þíðir svona í raun, jú prufum þetta á eigin skinni. Útidyrabjallan glymur og þú hraðar þér til dyra, fyrir utan stendur lögreglumaður/prestur og tilkynnir þér að barnið þitt hafi verið svívirt af ókunnum manni. Hann komst undan en málið er í rannsókn. Þú ert beðin að koma upp á spítala þar sem barnið er í rannsókn. Þekki engan sem hugsar núna, "að meðaltali átti ég að sleppa" Þeir ógæfumenn sem fremja svona glæp eru veikir og þurfa aðstoð. Einn svona glæpur er einum of mikið. Það er engin afsökun að við séum blönk eða að þetta var ekki tekið með í síðustu fjárlögum, við verðum að hjálpa þessum einstaklingum þannig að þeir verði afhuga svona sálarmorði. Ætla ekki að hætta mér þangað sem stríð geisa, þar virðist allir vera verðlausir , bæði börn og konur svo maður tali nú ekki um karlana.
Góðar fréttir af væntanlegri stækkun á þjóðarkökunni. Nú er lag að setja lög og reglur til að jafna ýmsa vankanta eins og tolla og gjöld. Það gengur ekki að einhver fái vernd fyrir sína vöru svo verðið haldist hátt eða að mismunandi virðisauki eftir því hvort vara er framleidd hér eða utanlands. Dæmi; prentuð vara innflutt ber 7% VASK en innlend prentun 25,5%. Veit að það verður ekki lækkun svo best væri að allir borgi þá 25,5%. Annað sem væri gráupplagt að gera núna þegar atvinna verðum meiri, að minka ríkisbáknið niður í eðlilega stærð. Gætum byrjað á mannanafnabatteríinu og námsgagnastofnun sem ekkert gefur út og nær ekki að hafa eftirlit með nokkrum sköpuðum hlut. Fleira mæti nefna,síðar.
12.1.2014 | 20:27
Ár og ónotaðir dagar framundan!
Já, nýtt ár mætt á svæðið. Var að hugsa hvort maður ætti að rifja upp væringar um útrásina, en, nei. nenni ekki lengur að ergja mig á því, það mundi engu breyta nema hvað ég færi í vont skap. Nú er það bara næstu skref eins og niðurfelling á fullt af skuldum, uppbygging fyrirtækja og ný hugsun í nýsköpun sem nýtist öllum til góða. Þurfum að vera svolítið opin og til í að fara út fyrir kassann. Ótrúlega sorglegt hvað margir farast í bílslysum, jafnvel bráðungt fólk, sárar en tárum taki. Ef við förum yfir stöðuna þá hafa ekki verið slys á keflavíkurveginum eftir að hann var tvöfaldaður, vitum auðvitað ekki hversu mörgum lífum var bjargað, en allir sem hafa ekið þessa leið geta þakkað fyrir. Þetta er fjárfesting sem borgar sig. Þá kemur upp spurning um aðra vegi á landinu. Ek sjálfur mjög oft um veginn yfir Hellisheiði að Selfoss. Umferðin er oft mjög mikil og fer hratt, þarf ekki mikið útaf að bera til að vandræði gætu átt sér stað. Þó það sé skrítið eru það þeir sem aka of hægt sem valda mestri hættu, það veldur ótrúlegri spennu hjá þeim sem eru fyrir aftan og margir reyna framúrakstur við vonlausar aðstæður. Það þíðir ekkert að segja, voða liggur öllum mikið á, meðalhraði við bestu aðstæður er 97 km, ef allir halda þeim hraða fer engin, eða mjög fáir framúr. Með meðalhraða er ég að tala um 93-99 km. EKKI 85km þar sem ekki er hægt að aka framúr og 110 þar sem tvær akreinar eru, og nú er ég að tala um sömu aðila! Varðandi Hjúkrunarheimilið í Hafnafirði, þeir sem þar búa eru þar vegna þess að þeir þurfa aðstoð við flesta hluti, þeir eru ekki fólk sem hringja í ráðherra eða ráðamenn yfirleitt, þess vegna eiga þeir sem stjórna þessum stofnunum að sjá um að tala fyrir hönd þessa fólks, ekki að binda það bara við rúmið, Skammist ykkar bara. Ef stjórnendurnir geta ekki hugsað um sitt fólk, farið bara að gera eitthvað annað, þessi framkoma er ekki boðleg hundum hvað þá meira. Skora á þá sem málið varða að ganga fram fyrir skjöldu, ekki bara á þessum stað heldur alstaðar þar sem pottur er brotin í umönnun aldraðra.
Uss, nú er ég allt of neikvæður, það er bara að stundum verður maður aðeins að blása. Sýnist reyndar að bjartsýni verði hlutskipti okkar á þessu ári miðað við hvernig atvinnulífið er að lifna við, góðu heilli. Ótrúlegt hvernig ferðamenn þyrpast til okkar og heillast af landinu og fólkinu sem hér býr. Verðu samt að vara okkur á að það verður ekki endalaust 10-15% aukning á ári. Væri gott að skulda ekki of mikið þegar hægist aðeins á! Hvet mig og alla að nota þetta flunkunýja ár til góðra verka.
31.7.2013 | 21:02
Allt í plati!
30.4.2013 | 21:01
Kosningalokinn!!
23.2.2013 | 13:57
Bjartsýni í þjóðinni!
14.2.2013 | 22:13
Stjórnarskráin aftur!
Mjög margir sem ég hef rætt við hafa í raun aldrei lesið stjórnarskrána. Samt vill fólk nýja! Nú er ég ekki að segja að ekki sé í lagi að yfirfara hana, það er sjálfsagt mál. En núverandi stjórnarskrá er býsna góð. Menn hafa breitt nokkrum atriðum vegna vægi atkvæða og slíkt, en að stofni er hún sú sama og í upphafi. Það sem vantar í hana núna er svipað ákvæði og í þeirri þýsku, þ.e. að okkur vantar stjórnlagaráð. Ráð sem fer yfir öll lög áður en forseti undirritar lög. Tékkar á hvort lögin standast stjórnarskránna. Þetta er ekkert smámál því stjórnvöld fara með vald eins og þeir eigi og megi hvað sem þeim dettur í hug. Gott dæmi um þetta eru eignarskattar í víðu samhengi. Að leggja skatt á eign einhvers, er brot á eignarétti. Eignaréttur er einn hornsteinn stjórnarskrárinnar. Ef stjórnlagaráð hefði verið við lýði, gætu stjórnvöld ekki farið fram með þessum hætti. Annað mál í þessum flokki gæti verið lífeyrissjóðir, þar eru allir skyldir til að borga í lífeyrissjóð (verkalýðsfélags) viðurkenndan af stjórnvöldum. Af hverju? Til að ríkissjóður sleppi við að borga ellilífeyrir? Auðvitað, en þá er þetta ekkert annað en eignaupptaka, skattheimta til framtíðar. Nú er það ekki svo að þú eigir þessa peninga, átt aðeins rétt á vissum aurum "ef þú lifir nógu lengi" Það má með rökum segja að það sé skynsemi að spara til elliáranna, mætti jafnvel setja það í lög, en þann sparnað átt þú sjálfur eða þínir eftirlifendur. Ef meðalmaður, sem byrjar að vinna fulla vinnu 22 ára og borgar í sinn eigin sjóð út lífið, getur hann lifað góðu lífi af þeim sparnaði í ellinni. Ef viðkomandi deyr, segjum 75 ára, getur ekkjan haldið sínu lífi áfram án vandræða. Miðað við útkomu lífeyrissjóðina eftir hrun er það engin trygging að hafa slíka sjóði. Hver og einn gæti fundið miklu öruggari sparleiðir. Ég er að segja með þessu að við höfum þetta í hendi okkar ef núverandi stjórnarskrá væri virt. Við þurfum ekki nýja, aðeins smábrettingar eins og þetta með stjórnlagaráð. Einnig getum við ætíð farið með mál sem hæstiréttur hefur dæmt um og við teljum rangan dóm fyrir mannréttindadómstól, eins og þetta með eignaskattinn. Þar var slegið á puttana á hæstarétti. Nú heitir þessi skattur eitthvað annað, en er jafn mikið lögbrot. Það kostar bara fullt að pening, sem ekki er of mikið til af hjá venjulegum Íslending. Umboðsmaður okkar er alveg vopnlaus. Við getum að minnsta kosti velt þessu fyrir okkur, spurt þá sem eru í framboði og svo framvegis. Ef við hlustum á þingmenn og ráðherra, eru þeir aldrei að svara, fara bara hringinn í kringum málið. Þá verður heldur ekki borið upp á þá að þeir hafi sagt þetta eða hitt. Við verðum bara að vera beinskeytt í spurningum okkar!
15.1.2013 | 21:30
Mælanleg markmið? Hvaða, hvaða
Þeir sem setja sér markmið og standa við þau, rétti upp hönd,1,2,,3,,, fleiri, ekki, ææ. En hvað eru þá mælanleg markmið, hvað er maðurinn að tala um? Ég var staddur í Sviss fyrir mörgum árum. Fyrir daga evru, við vorum að aka frá Sviss til Ítalíu. Auðvitað sá ég að vöruverð á Ítalíu var miklu lægra en í Sviss, svo ég fór að spyrja mann og annan, hvort það væri ekki straumur fólks frá Sviss yfir landamærin, til að kaupa miklu ódýrari vöru á Ítalíu. Svarið var afdráttarlaust, nei, þeir versla heima. Fyrst fannst mér þetta hálf heimskulegt, en þegar ég fór að hugsa þetta í stærra samhengi, auðvitað verslarðu heima og allir hafa vinnu, verðbólgan er i lámarki, afgangur á vöruskiptum við útlönd, þjóðarskuldir lækka og hverfa. Allt þetta gætum við gert með því að setja okkur það markmið að versla Íslenskt, þó það sé aðeins dýrara, það græða allir. Þetta fellur undir mælanlegt markmið. Hvernig líst þér á? Ok, nokkrum líst ekkert á þetta, að kaup vöru fyrir 200, þegar hægt er að fá innflutta fyrir 170. En sú innflutta flutti út gjaldeyrir! Ég veit, margir segja, hvað með það, við þá segi ég, lesið hagtölur, reiknið, lærið. Þetta markmið kemur öllum við. Annars er hálf hálvitalegt að skrifa svona, það tekur engin mark á svona skrifum. Mæli með að sem flestir taki eldhúsinnréttinguna og hendi henni, og fái sér innflutta í staðinn, helst franska, þeim vantar svo gjaldeyrir,,,frá okkur!
5.6.2012 | 13:53
Hvers er lýðræðið?
12.5.2012 | 09:48
Verðbólgan og við hin!
Var að hugsa þegar ég skrifaði fyrirsögnina, það er engin að hlusta sem getur komið með úrlausn. Mjög margir hafa ritað flottar greinar um áhrif verðbólgu, samt er hún í hæstu hæðum. Flestir landsmenn eru með verðtryggð lán, þau hækka sem aldrei fyrr. Hvorki laun né verð á eignum hækkar. Á endanum fara allar eignir í fang banka (vogunarsjóða) og ríkis. Minnir óneitanlega á aðferðir austur þjóðverja undir kommum í stjórn. Það sem er það skrítna við þetta í allri umræðunni er, að fyrst er spáð í hvort viðkomandi bankastofnun geti tekið á sig tap af niðurfellingu verðbóta að hluta!!!! Opinber umræða er ekki um hvort fók almennt geti tekið á sig hækkun verðbóta. Sjáum bara hvað margir plumma sig og tökum eignina af hinum til okkar, því, fólk er ekki að borga af lánunum! Því miður hef ég séð að margir eru að komast í þrot, búnir með allt sparifé og aukalífeyir sem mátti taka út. Allir reiknuðu með að atvinnulífið væri komið á skrið þrem árum eftir hrun, sérstaklega þar sem undirstaðan er í fínu lagi, bæði stóriðja og sjávarútvegur. En, nei, hér skal setja fót fyrir og stoppa alla vitleysu. Nú er ég ekki að segja að menn eigi að vaða út í hvað sem er, en ef búið er að kanna,rannsaka,fá samþykki heimamanna,fjármagna, og teikna, má ætla að óhætt sé að stíga fram og samþykkja. Við erum ekki með mannskap í vinnu við Austurvöll til punts, enda engin sérstök augnayndi, nei, þeir eiga að vinna fyrir okkur, ekki gegn allri þjóðinni eins og nú er raunin. Auðvitað heyri ég eins og aðrir að stjórninn er í engu sambandi við þjóðina, það hinsvegar er engin afsökun fyrir því að gera ekki neitt. Skrítið að ef vart verður við leka á gjaldeyrishöftum, tekur bara nokkra klukkutíma að breyta lögum, en ef fólkið í landinu segir, það er vitlaust gefið í verðtryggingunni, gerist bara ekkert, ekki nokkur skapaður hlutur. Forsetisráðherra og Steini, segja bara að þetta sé plott hjá stjórnarandstöðunni. Varðandi kosningar til forseta. Við höfum ekkert að gera með fjölskyldumóðir með fimm sex börn á Bessastaði. Fólk verður aðeins að hugsa málið til enda. Hef ekkert á móti Þóru, flott sem sjónvarpskona og örugglega fleira sem hún tekur sér fyrir hendur. Gæti gefið kost á sér eftir sextán ár. Hitt er annað, hvern á að velja. Hef aldrei verið sérstakur aðdáandi Ólafs Ragnars, held þó að hann sé sá eini sem muni neita að skrifa undir samninginn við EU. En þangað ætla þessi stjórn að koma okkur, með góðu eða illu.
Ps. Pælið í þessu með lánin. Annar aðilinn er með allt á þurru plús lögfræðideildina!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.5.2012 kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)